Í hinni leyndardómsfullu Frímúrarareglu eru margir Íslendingar sem hittast reglulega á bakvið luktar dyr. Sótsvartur almúginn hefur alltaf verið forvitinn um þessa menn. Hverjir eru þetta og hvaða svartagaldur fremja þeir eiginlega á sínum lokuðu fundum?

 

Þjóðviljinn leysti dulmál reglubræðra sumarið 1980 og sendi ljósmyndara á fundarstaði Frímúrara. Þetta eru einskonar paparazzi-myndir af þessum dularfullu meðlimum leynisamtakanna.

 

„Frímúrarar til fundar

Síðastliðinn sunnudag gat að líta svofellda auglýsingu í Morgunblaðinu:

 

 

Þetta dulmál útleggst á þennan veg:
(Frímúrarastúka), Hátíðar og viðhafnarstúka klukkan 7 þann 24ða júní 1980.

 

Jónsmessan, þe. 24ði júni, afmælisdagur Jóhannesar heitins skírara sem lægstu gráður frímúrarastarfs eru heitnar eftir, er mesti hátíðisdagur reglunnar.

 

Þá rísa reglubræður úr sumardvala og mæta til hátiðarfundar og komið hefur fyrir að frimúrarar hafi haldið slíkan hátíðar- og viðhafnarfund „undir þakinu háa“.

 

Hvað um það. Útlistanir á frímúriríinu bíður betri tíma.

 

Þegar ljósm. blaðsins — gel — sá þessa auglýsingu brá hann sér á vettvang til þess að mynda stúkuhræður.

 

Litið brot af árangri þeirrar ferðar birtist hér á síðunni, aðrar myndir verða birtar síðar, við hátíðleg tækifæri.

 

Bræðurnir brugðust misjafnlega við myndatökunni, nokkrir urðu reiðir, aðrir urðu feimnir og vandræðalegir, reittu hár sitt og skegg, brettu upp frakkakraga eða huldu andlitið í höndum sér.

 

Loks urðu nokkrir glaðir og stoltir af sjálfum sér og bræðralaginu.

 

Og þá látum við myndirnar tala. -úþ“

 

Hér ræðir Bragi Kristjónsson bóksali um íslensku frímúrararegluna og tengsl hennar við íslensk stjórnmál:

Vídjó