Á níunda áratug síðustu aldar komu út Andrésblöð í latneskri þýðingu. Útgefandinn var Lamberto nokkur Pigini, ítalskur prestur og fornfræðingur, en hann rekur lítið útgáfufélag í bænum Recanati á Norður-Ítalíu. Pigini er sannfærður um að latínan geti risið upp frá dauðum og orðið sameiginleg tunga Evrópu á ný, og lagðist því í metnaðarfulla þýðingarvinnu til þess að skapa aðgengilegan og auðlesinn latneskan texta fyrir þá sem vilja læra þetta erfiða fornmál. Lemúrinn hefur heimildir fyrir því að a.m.k. eitt af þessum latnesku Andrésblöðum sé fáanlegt á Íþöku, bókasafni Menntaskólans í Reykjavík.

 

Hér að neðan má sjá nokkrar blaðsíður úr Andrésblaðinu „Donaldus Anas Atque Nox Saraceni“ eða „Andrés Önd og nótt máranna“. Hægt er að lesa allt blaðið á latínu hér. Svo virðist sem vandað hafi verið til verka og engin smáatriði gleymst við að færa Andrés yfir í latneskan menningarheim — sagan gerist við Miðjarðarhafið og blaðsíðurnar eru meira að segja merktar rómverskum tölustöfum!

 

large-4

large-5

large-6

large-7

large-8

large-9

large-10