Leiðtogi Japanska heimsveldisins og fyrrverandi Lifandi Guð, Híróhító Japanskeisari, heimsækir hér Disneyland í Los Angeles árið 1975. Að heimsókninni lokinni keypti keisarinn sér armbandsúr með ásjónu Mikka Músar, sem hann gekk síðan með fram til dauðdags.
Myndaalbúmið Gallerí
Myndaalbúm Lemúrsins geymir forvitnilegar ljósmyndir úr sögunnar rás. Flestar myndirnar eru frá opinberum stofnunum eða söfnum víða um heim.