Um klukkan 22.30 hinn 19. nóvember 1974, fyrir 37 árum síðan í dag, fór Geirfinnur Einarsson frá heimili sínu, Brekkubraut 15 í Keflavík. Ekkert hefur spurst til hans síðan.

 

„Það eru áreiðanlega einhverjir enn meðal okkar lifenda sem vita nákvæmlega hvað varð um Geirfinn. Ég er búinn að fara yfir þetta aftur og aftur og reyna eitt og annað til þess að varpa ljósi á hvarf hans. Ég hef rætt við marga síðan þessir atburðir urðu. Það hefur aðeins sannfært mig enn frekar um sakleysi þeirra sem dæmdir voru.“ – Haukur Guðmundsson, fyrrum rannsóknarlögreglumaður, í viðtali við DV. Hann hóf rannsókn Geirfinnsmálsins, sem síðar varð umtalaðasta sakamál tuttugustu aldarinnar.