Þetta ófrýnilega andlit tilheyrir svokölluðum púkahákarl (Mitsukurina owstoni) eða goblin shark eins og hann kallast á ensku. Púkahákarlar kunna best við sig á miklu dýpi, dýpra en 200m, þar sem geislar sólar ná ekki í skottið á þeim. Flestir þeirra lifa í sjónum við strendur Japans. Stærsti púkahákarlinn sem vitað er um var 3,8 metrar. Þeir gæða sér helst á á djúpsjávarfiskum, kröbbum og smokkfiskur. Við matarleitina gagnast þeim sérstakur hæfileiki — púkahákarlinn getur losað kjálkana og skotið þeim fram til þess að eiga auðveldara með að klófesta bráðina.

 

Sjá má þær aðfarir á þessu myndbandi:

Vídjó