Ónagri eða gresjuhestur (Equus hemonius) nefnist náfrændi hests og asna sem heldur til í eyðimörkum og gresum í Indlandi, Pakistan, Tíbet, Mongólíu, Íran, Sýrlandi og Ísrael. Þeir eru örlítið stærri en asnar, meðal ónagri er 290 kíló og 2.1 metra langur. Ónagrinn hefur mátt muna sinn fífil fegurri. Fyrir rúmum fjögur þúsund árum drógu þeir vagna og stríðskerrur hinna fornu Súmera. Núna eru allar fjórar undirtegundir ónagra í bráðri útrýmingarhættu. Þetta persneska ónagrafolald sem hér sést með móður sinni fæddist nýlega á líffræðistofnun Smithsonian í Bandaríkjunum. Aðeins eru eftir um 600 persneskir ónagrar á verndarsvæðum í Íran og svipaða sögu er að segja í öðrum löndum.
Header: Kvikindi
Velkomin á Dýrasíðu Lemúrsins. Hér er fjallað um ýmsar dýrategundir.