Vídjó

Vísindamaðurinn segir þýska leikstjóranum Werner Herzog frá því að á Suðurskautslandinu sé ákaflega þögult. Þegar hún vaknar um miðja nótt heyrir hún hjartað sitt slá. Hún heyrir ísinn smella og brotna. En síðast en ekki síst heyrir hún hinn undarlega söng selanna í hafinu fyrir neðan íshelluna.

 

„Við heyrum köll selanna. Það eru ótrúleg hljóð. Þeir mynda ólífræn, vélræn hljóð. Þeir hljóma eins og Pink Floyd eða eitthvað. Þeir hljóma ekki eins og selir,“ segir hún. Hún starfar ásamt kollegum sínum á rannsóknarstöð sem situr á íshellu á hafinu. „Maður áttar sig á því að þarna niðri er heill heimur,“ segir annar vísindamaður.

 

Meðfylgjandi atriði er fengið úr heimildarmyndinni Encounters at the End of the World, en í henni ferðast Werner Herzog um Suðurskautslandið og ræðir við vísindamenn og starfsfólk í rannsóknarstöðvunum sem starfræktar eru í fimbulkuldanum í heimsálfu mörgæsanna lengst í suðri.

 

Lemúrinn mælir með þessari mynd!