Vídjó

Eyðimerkurregnfroskurinn, Breviceps macrops, býr í þurrlendi Suðvestur-Afríku. Froskurinn er virkur á næturnar og nærist þá á bjöllum, fiðrildum og lirfum. Þegar sólin rís grefur hann sig niður í rakan sand og felur sig þar yfir daginn. Eins og sést í myndbandinu gefur hann frá sér afar sérkennileg hljóð.

 

Tegundin er talin vera í útrýmingarhættu.