Hér sjáum við prentmyndina „Svefn skynseminnar getur af sér skrímsli“ (spænska: El sueño de la razón produce monstruos) eftir spænska myndlistamanninn og prentarann Francisco Goya (1746–1828).

 

Myndin er úr Los Caprichos, röð af ádeilumyndum  frá árinu 1797, og sýnir flögrandi skrímsli — leðurblökur og uglur, tákn fávískunnar — þyrpast um sofandi mann, en það er Goya sjálfur við vinnuborð sitt.

 

Verkið er ádeila á spænskt samfélag, sem höfundi þótti afturhaldssamt og spillt, og myndefnið er tvímælalaust undir áhrifum frá upplýsingarstefnunni, þeirri viðamiklu hreyfingu innan heimspeki og fræða sem hófst í lok 17. aldar og stóð út 18. öldina, þar sem höfuðáhersla var lögð á getu skynseminar til þess að útkljá heimsins vandamál og færa mannkynið inn í bjartari framtíð.

 

Hér að neðan má sjá skyssur Goya af endanlegu prentmyndinni:

 

Undirbúningur að myndinni, teikning frá 1797

Undirbúningur að myndinni, skyssa frá 1797.

 

 

Undirbúningur að myndinni, teikning frá 1797

Önnur skyssa frá 1797.

 

Og svo til gamans, köttur sofandi eins og á Goya-myndinni.

Og svo til gamans, köttur sofandi eins og á prentmynd Goya.