Tékkneski teiknarinn Zdeněk Miler er látinn, 90 ára að aldri. Hann skapaði frægustu teiknimyndafígúru Tékklands.

 

Miler útskrifaðist úr Listaháskólanum í Prag og fyrstu ár ferilsins bjó hann bæði til barnabækur og teiknimyndir fyrir börn. Hann rak í rogastans þegar yfirmaður hans bað hann um að búa til teiknimynd sem útskýrði fyrir börnum hvernig lín væri búið til. Hvernig gæti hann gert svona óspennandi efni spennandi fyrir börnin?

 

Hann braut lengi heilann um hverskonar fígúru hann gæti teiknað til þess að kynna börnunum undraheim línframleiðslu. Á kvöldgöngu í skóginum nærri heimabæ hans Kladno var hann svo annars hugar að hann hrasaði um moldvörpuhaug. Honum varð ekki meint af, en hugmynd laust niður í huga hans.

 

Vídjó

 

Hvernig Moldvarpan fékk buxurnar sínar‘ var tilbúin árið 1957 til fyrstu verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Þar býr lítil moldvarpa sér til buxur með hjálp vina sinna í skóginum: köngulær spinna garn, maurar vefa, humar klippir efnið.

 

Miler og Krtek.

 

Litla moldvarpan fékk nafnið Krtek og alls bjó Miler til 50 myndir um ævintýri hennar, þá síðustu árið 2002. Hún býr í skóginum ásamt fríðu föruneyti dýra, hún er ætíð í góðu skapi og reiðubúin að hjálpa vinum sínum.

 

Umhyggja fyrir umhverfinu er áberandi þema í mörgum Krtek-myndum. Í einni myndinni lenda dýrin í vandræðum því mannfólkið er búið að henda rusli út um allt í skóginum þeirra. Í annari er skógurinn eyðilagður og moldvarpan og félagar reyna að koma sér fyrir í blokkaríbúð í borginni.

 

Moldvarpan varð ein af mikilvægustu útflutningsafurðum Tékkóslóvakíu. Að fyrstu myndinni undanskilinni tjáir Moldvarpan sig ekki með orðum, heldur með látbragði og skríkjum. (Ungar dætur Milers sáu um talsetninguna.) Moldvarpan gat því farið frjáls ferða sinna um allan heim án þess að neitt þyrfti að þýða. Myndir hennar hafa verið sýndar í meira en áttatíu löndum og hún hefur slegið í gegn allt frá Þýskalandi til Íraks til Japans.

 

Moldvarpan hefur meira að segja farið út fyrir sporbaug jarðar. Krtek-tuskudýr fór með bandaríska geimfaranum Andreq Feustel til alþjóðlegu geimstöðvarinnar í maí síðastliðnum.

 

Krtek í geimnum.

 

Miler hafði sjálfur yfirsjón með öllum teiknimyndum um Krtek og neitaði ætíð að selja réttindin að sköpun sinni.

 

„Það tók mig langan tíma að átta mig á því, en þegar ég teikna Krtek er ég að teikna sjálfan mig,“ sagði hann í viðtali árið 2004. „Ég meina að Krtek er hugsjón um hvernig ég ætti að vera. En ég næ því ekki.“

 

Moldvarpan og tyggigúmmíið

Vídjó

 

Moldvarpan í borginni

Vídjó

 

Moldvarpan og græna stjarnan

Vídjó

 

Moldvarpan í dýragarðinum

Vídjó

 

Moldvarpan á jólunum

Vídjó