Vídjó

Bandaríska tónskáldið Angelo Badalamenti ætti að vera aðdáendum kvikmynda David Lynch góðu kunnur, en meðal þeirra mynda sem þeir félagar unnu saman að voru Blue Velvet, Wild at Heart, Lost Highway og Mullholland Drive.

Tónlist Badalamenti ætti einnig að vera áhorfendum sjónvarpsþáttanna Tvídrangar (e. Twin Peaks) kunnugleg.

Þar standa sérstaklega tvö lög upp úr, þemalag þáttanna og þemalag Lauru Palmer, stúlkunnar sem fannst myrt í upphafi þáttaseríunnar. Hér má sjá Angelo lýsa tilurð seinna lagsins og ástríðuna sem meistari David Lynch sýndi þegar það var samið. Einnig gefur þetta myndskeið okkur ágætis hugmynd um hvernig samstarf þeirra gekk fyrir sig.Vídjó

Hið ofursvala þemalag The Pink Room úr kvikmyndinni Twin Peaks: Fire Walk with Me.