Vídjó

Georgia er kaffidrykkur sem kókframleiðandinn The Coca-Cola Company markaðssetti í Japan en hann heitir eftir Georgíuríki í Bandaríkjunum þaðan sem fyrirtækið er.

 

Fyrir tæpum 25 árum síðan hóf hin skammlífa en áhrifamikla sjónvarpssería Tvídrangar eða Twin Peaks eftir David Lynch göngu sína.

 

Sérstakar auglýsingar voru gerðar fyrir kaffidrykkinn með persónum Tvídranga í leikstjórn Lynch.

 

Auglýsingarnar eru alls fjórar talsins. Agent Cooper hjálpar japönskum manni að leita dularfullrar konu. Fyrir ofan er fyrsta auglýsingin og hér fyrir neðan eru hinir kaflarnir í réttri röð. Athugið að fyrsta myndbandið er ranglega sagt vera það þriðja í röðinni.

 

Vídjó

 

Vídjó

 

Vídjó