Vídjó

Hér færir YouTube-notandinn Rhino Stew sannfærandi rök fyrir fjarstæðukenndri kenningu.

Blóðugi framtíðartryllirinn Snowpiercer frá 2013, eftir suðurkóreska leikstjórann Bong Joon-ho, er framhald af Kalla og sælgætisgerðinni. Að minnsta kosti kvikmyndaútgáfu þessarar sígildu bókar breska rithöfundarins Roald Dahl, Willy Wonka and the Chocolate Factory frá 1972, sem skartaði Gene Wilder í aðalhlutverki.

Reyndar er Snowpiercer líka byggð á bókmenntaverki, frönsku myndasögunni Le Transperceneige frá 1982. Snowpiercer gerist í járnbrautarlest sem brunar um eyðilönd, eftir að misheppnuð efnafræðileg tilraun til að stemma stigu við hlýnun jarðar hefur komið á ísöld. Bong Joon-ho er einn frumlegasti leikstjóri jarðar en hann hlaut Gullpálmann í Cannes 2019 fyrir myndina Sníkjudýr.

Er lestarstjórinn kannski Kalli sjálfur eftir að hafa breytt sælgætisgerðinni í síðasta björgunarbát jarðarbúa? Svo segir Nashyrningskássan.

Tómas Lemarquis í Snowpiercer