Nína Sæmundsson og frumgerð styttunnar af Prómeþeifi í Los Angeles um 1934. Bronsverkið, lokagerð styttunnar, „Prometheus Bringing Fire to Earth“, stendur í MacArthur-garði í borg englanna.
Nína var þekktasti myndlistarmaður Íslands á fjórða áratugnum og starfaði um árabil í Bandaríkjunum, til dæmis í Kaliforníu þar sem hún starfaði með ýmsum Hollywood-stjörnum.
Hún lærði nýklassískan stíl á yngri árum í Frakklandi og Ítalíu, en síðar færðist hún yfir til art deco-stíls, eins og þessi stytta er dæmi um.
Frægasta verk hennar er líklega „Afrekshugur“, eða Spirit of Achievement, sem trónir ofan við inngang Waldorf Astoria hótelsins á Manhattan í New York.
Mynd: UCLA, Library Special Collections, Charles E. Young Research Library/Los Angeles Times Photographic Archives