Venice Beach árið 1979.

 

Úr viðtali Vikunnar sem tekið var þar við Önnu Mjöll Ólafsdóttur árið 1993:

 

„„Mér finnst ég ekkert líkari Dolly Parton en til dæmis Arnold Schwarzenegger! Þótt ég stigi upp á stól á sauðskinnskóm og upphlut, með sviðakjamma í hendinni og færi að kveða rímur myndi eflaust einhver segja að ég væri eins og Ameríkani. Ég veit ekki af hverju þetta stafar. Reyndar veit ég ekki af hverju ég er að fárast yfir þessu, Ameríkanar eru hið ágætasta fólk og því hlýtur að vera besta mál að líkjast þeim.“

 

Annars vekur Anna Mjöll jafnmikla eftirtekt í Los Angeles og hérna heima. Á gönguferð um Venice Beach tók blaðamaður eftir því að nánast allir karlmenn á aldrinum 12 til 112 litu við og horfðu á eftir henni.“