Haile Selassie I keisari Eþíópíu. Mynd frá 1923. (Wikimedia Commons/American Colony)

 

Hann var ríkisstjóri frá 1916 til 1930 og keisari Eþíópíu frá 1930 til 1974, Afríkulandsins sem Evrópumenn kölluðu lengi Abyssiníu. Hann er álitinn Messías, Guð á jörðu, á meðal margra í rastafarahreyfingunni sem stofnuð var á Jamaíku á fjórða áratugnum, þegar Selassie var einn umtalaðasti maður heims vegna innrásar Ítala í Eþíópíu.

 

„Undanfarna mánuði hefir margt verið rætt og ritað um hinn abessínska þjóðhöfðingja, Haile Selassie, „Konung konunganna“, sem nú mætir brynvörðum og þaulæfðum herdeildum Mussolinis með lítt vopnuðum og óþjálfuðum liðsveitum.

 

Grannvaxinn, lítill maður með spámannlegt andlit, breiðnefjaður, opinmyntur, hátt enni og afturkembt hár, stór, þunglyndisleg og stillileg augu, fagrar, smáar hendur, sem hann er mjög hreykinn af og hreyfir tiginmannlega.

 

Þannig lítur Haile Selassie út, stjórnandi 12,000,000 Afríkumanna, höfðingi herskárra kynflokka, eftirmaður konunga, er orðið hafa að „vaða í blóði“ upp í hásætið.“ – úr grein í Alþýðublaðinu árið 1935. Textinn er dæmigerður fyrir orðræðu Evrópumanna í garð Afríkumanna á þessum tíma.

 

Mynd Walter Mittelholzer frá 1934.