Aleuteyjar

Aleuteyjar

Áróðursplakat þetta er úr seinni heimsstyrjöld og var gert á vegum bandaríska sjóhersins á árunum 1942-1943. Þar sést japani í líki rottu freistast í músagildru í Alaska.

 

Ekki allir vita að átök Bandaríkjanna og Japans í Kyrrahafi náðu allt norður í Beringshaf. Árið 1942 lagði japanski herinn undir sig eyjarnar Attu og Kiska, en þær eru hluti af Aleuteyjum, eldfjallaeyjaklasa um tvö þúsund kílómetra frá meginlandi Alaska.

 

Eyjarnar þóttu sérlega vel staðsettar til þess ógna skipaleiðum og fyrirbyggja innrás Bandaríkjanna úr norðri. Herlið Japana var fámennt en sökum veðurs og erfiðra aðstæðna í Beringshafi tók það næstum ár fyrir fjölmennt bandarískt og kanadískt herlið að hrekja þá á brott.

 

Bandarískir hermenn í fjöllunum á eyjunni Attu í maí 1943.

Bandarískir hermenn fara fótgangandi gegnum Jarmin-sund í fjallgarðinum á eyjunni Attu, maí 1943.

 

Bandarískir hermenn við erfiðar aðstæður í fjöllunum á Attu-eyju.

Bandarískir hermenn við erfiðar aðstæður í fjöllunum á Attu-eyju.

 

Dutch Harbor á Amaknak-eyju í ljósum logum eftir árás japanska flughersins.

Dutch Harbor á Amaknak-eyju í ljósum logum eftir árás japanska flughersins, 3. júní 1942.