Í kringum 1,3 milljónir Svía yfirgáfu heimaland sitt á seinni hluta nítjándu aldar og á fyrri hluta þeirrar tuttugustu og settust að í Ameríku. Margir þeirra urðu bændur í miðvesturríkjum Bandaríkjanna.

 

Sumir þeirra sem eftir sátu í Svíþjóð litu á vesturfarana sem svikara og börðust gegn þessum miklu þjóðflutningum í ræðu og riti.

 

Hér sjáum við myndir sem birtust í tímaritinu Läsning för folket árið 1869 með dæmisögu um hinn ólánssama Per Svensson sem dreymdi um gull og græna skóga í Ameríku. En hvernig var hin raunverulega Ameríka? Indíánar og óargadýr gera Per lífið leitt á stað sem líkist helvíti á jörð. Smellið á myndina til að stækka hana.