Vídjó

Þessi merkilega gamla heimildarmynd frá árinu 1946 heitir New York: Story of a City og rekur sögu New York-borgar í Bandaríkjunum.

 

Fjallað er um kaupin á Manhattan-eyju frá indjánum árið 1626 fyrir smápeninga og sagt frá þeim tíma þegar borgin var hollensk nýlenda og hét New Amsterdam. Englendingar tóku borgina með valdi árið 1664 í atökum sínum við Holland og gáfu henni nafnið New York í höfuðið á hertoganum af Jórvík, en hann var bróðir Karls II konungs og síðar James II Englandskonungur.

 

Í lok átjandu aldar var New York orðin ein helsta verslunarborg Nýja heimsins þökk sé heppilegri staðsetningu og góðri skipahöfn, og var um tíma höfuðborg hinna nýstofnuðu Bandaríkja Norður-Ameríku. Út nítjándu öldina var borgin fyrsti komustaður fyrir innflytjendur frá Evrópu, sem ferðuðust vestur yfir hafið í milljónatali í leit að betra lífi.

 

Frelsisstyttan fullkláruð, 1886

Frelsisstyttan fullkláruð, 1886

Frelsisstyttan reis á Liberty Island í lok nítjandu aldar, en hún var gjöf frá Frökkum, minnisvarði um sjálfstæðis- og frelsisbaráttu nýlendunnar fyrrverandi. Gríðarleg háhýsi risu á Manhattan og áratugum saman stóðu þar langhæstu byggingar veraldar, skýjakljúfarnir ógurlegu sem þóttu helsta tákn framfara og nýrra tíma.

 

Í byrjun 20. aldar var New York orðin að mikilvægustu fjármálamiðstöð heimsins, en kreppan mikla á þriðja áratuginum reyndist þó efnahagslífi borgarinnar þungbær.

 

Í dag er New York fjölmennasta borg Bandaríkjanna og ein stærsta borg heims.