Í stjórnartíð Tító voru ýmis minnismerki reist um alla Júgóslavíu til minningar um fórnarlömb þar í landi í síðari heimsstyrjöldinni og skæruliðana sem börðust á móti nasistum. Hér á þessari mynd, sem lítur út eins og plötuumslag hjá framsækinni hljómsveit, er eitt þessara listaverka en það var reist á sjöunda áratugnum nálægt bænum Tjeniste í Bosníu.

via Reddit.