Sumarið 1925 kom til Íslands þýskt gufuskip á skemmtireisu um norðurhjara með 400 farþega. Um borð var merkur þýskur ljósmyndari og myndir hans úr Íslandsferðinni eru geymdar á þjóðskjalasafni Þýskalands.

 

Gufuskipið SS München kom til Reykjavíkur þann 21. júlí 1925. Ísland var fyrsti viðkomustaður á rúmlega mánaðarlangri skemmtiferð. Skipið sigldi svo í kringum landið, og hafði viðkomu á Jan Mayen, Svalbarða og í Norður-Noregi áður en komið var aftur til Þýskalands þann 12. ágúst.

 

 

Munchen (1)

Farþegar á leið til hafnar í Reykjavík.

 

Farþegar skipsins voru fjögur hundruð og samkvæmt frétt Vísis um komu skipsins voru meðal þeirra „meðlimir Íslandsvinafélagsins þýska, þar á meðal framkvæmdastj. hinnar nýstofnuðu Berlínardeildar félagsins, hr. kaupmaður Emil Deckert.“ Einnig var um borð ljósmyndarinn Richard Fleischhut sem tók ljósmyndirnar sem hér birtast.

 

SS München hafði tveggja daga dvöl á Ísland. Fyrri daginn skoðuðu skipverjar sig um í Reykjavík, fylgdust með glímu á Austurvelli, og hlýddu síðan á skemmtidagskrá í Nýja Bíó þar sem karlakór og flokkur kvenna í þjóðbúningum söng. Síðari daginn var svo farið til Þingvalla.

 

 

 

Munchen (2)

Eftir heimsókn á listasafn Einars Jónssonar á Skólavörðuholti.

 

Munchen (3)

Gamalt hús í Reykjavík.

 

Munchen (4)

Gömul hús í Reykjavík.

 

Munchen (5)

Saltfiskverkun.

 

Munchen (6)

Fólk að störfum í saltfiskverkun á Skúlagötu. 

 

Munchen (7)

Glímusýning að hefjast á Austurvelli.

 

Munchen (8)

Glímusýning í fullum gangi.

 

Munchen (9)

Öxarárfoss.

 

Munchen (10)

Ferðamenn á Þingvöllum.

 

Munchen (11)

Þingvellir.

 

Munchen (12)

Ferðamennirnir á Þingvöllum.

 

Munchen (13)

Laugarnar í Laugardal.

 

Farþegar snæða kvöldverð í Reykjavík. Hvar er þetta?

 

Munchen (14)

Þjóðbúningaklæddu söngkonurnar virðast einnig hafa komið um borð í skipið.

 

Munchen (15)

Á leið frá Íslandi mætti SS München öðru skemmtiferðaskipi.

 

Munchen (16)

Á leið í kringum landið og til Jan Mayen.

 

Hafið við Íslandsstrendur.

 

Munchen (17)

Á leið til Ísafjarðar. 

SS München.