Hér sést þinghöllin í Búkarest.  Byggingin stendur á Úranus-hól í miðri höfuðborg Rúmeníu.  Hún var byggð á árunum 1983-1989 og er stærsta, dýrasta og þyngsta stjórnsýslubygging veraldar, með 1.100 herbergi sem eru samtals 340 þúsund fermetrar.

 

Þetta nýklassíska stórvirki var hugarfóstur kommúnistaleiðtogans Nicolae Ceaușescu, en hann stjórnaði Rúmeníu með harðri hendi á árunum 1967-1989. Fletja þurfti stóran hluti af gamla hverfinu í Búkarest til þess að skapa pláss fyrir bygginguna, og fjölmargar fornar kirkjur og sínagógur urðu framkvæmdunum að bráð.