Kalíningrad oblast liggur milli Litháens og Póllands.

Kalíningrad oblast liggur milli Litháens og Póllands. Þar er í dag skipahöfn fyrir rússneska flotann.

Königsberg var öldum saman eitt helsta menningar- og stjórnsýslusetur Prússlands og var meðal annars heimaborg þýska heimspekingsins Immanuel Kant. Borgin er nú hluti af Rússlandi og heitir í dag Kalíningrad í höfuðið á bolsévikanum Mikhail Kalínín. Sovétríkin lögðu borgina undir sig á síðasta ári seinni heimsstyrjaldar og úthýstu þýsku íbúunum eftir mannskæð átök við hersveitir Þriðja ríkisins.

 

Königsberg varð fyrir miklum skemmdum í átökunum og forni 13. aldar kastalinn sem stóð í miðborginni var illa sprengdur í umsátri Rauða hersins. Að stríðinu loknu töldu sovésk yfirvöld kastalann eins konar táknmynd prússnesks fasisma og lögðust gegn því að hann yrði endurbyggður.

Königsberg-kastali

Königsberg-kastali var reistur á 13. öld. Hér sjást rústirnar í lok seinni heimsstyrjaldar.

Þess í stað voru rústirnar rifnar og módernísk nýbygging reist í byrjun 8. áratugarins skammt frá staðnum þar sem kastalinn áður stóð. Það var Sovét-húsið svokallaða, skólabókardæmi um sovéskan brútalisma, hannað af úkraínska arkítektinum Yulian Shvartsbreim.

 

Bygging Sovét-hússins hófst árið 1970 en snemma í byggingarferlinu komu ýmis vandamál í ljós. Grunnurinn, sem stóð á mýri, reyndist ekki geta borið allar 28 hæðirnar sem gert var ráð fyrir í upprunalegu teikningunum, og því var aðeins 21 hæð byggð. Verkefnið dróst á langinn vegna fjárhagsörðugleika og upp úr 1985 misstu ráðamenn á svæðinu áhuga á áframhaldandi uppbyggingu. Byggingin stóð því hálfkláruð árum saman. Árið 2005, á 60 ára afmæli Kalíningrad (750 ára afmæli Königsberg) var húsið málað ljósblátt og gluggarnir kláraðir í tilefni af heimsókn Vladimirs Pútin Rússlandsforseta. Mörgum þykir framhliðin líkjast höfðinu á risavöxnu vélmenni.

 

Atli Viðar Þorsteinsson gerði sér ferð til Kalíningrad um árið og tók nokkrar myndir af Sovét-húsinu sem Lemúrinn birtir með góðfúslegu leyfi.

 

10295914_10152423689320170_3718767515625291455_o

 

10333711_10152423652015170_8692634186088606942_o

 

10397134_10152423686580170_3882545341639166283_o

 

k1

 

k2

 

k3

 

k4

 

k5

 

Eftirfarandi myndir eru af Wikipedíu og sýna húsið áður en það var gert upp árið 2005:

 

Sovét-húsið áður en það var gert upp árið 2005.

Sovét-húsið áður en það var gert upp árið 2005.

 

Sovét-húsið árið 1982

Sovét-húsið árið 1982

 

Sovét-húsið í byggingu á 8. áratugnum

Sovét-húsið í byggingu á 8. áratugnum