Ljósmynd af nýsjálenskum þjófi sem sat í fangelsi fyrir hundrað árum síðan hefur ferðast á ljóshraða um internetið að undanförnu. „Netið er skrýtið,“ skrifar Chelsea Nichols sem rak upp stór augu þegar hún sá að myndin hér fyrir ofan var komin á fleygiferð á Reddit og fleiri síðum, þar sem netverjar höfðu gert hana að „meme“.

 

Nichols setti upp sýningu með aldargömlum lögreglumyndum á New Zealand Police Museum fyrir nokkrum árum síðan þar sem meðfylgjandi mynd var til sýnis. En þessi tiltekni ræningi þótti svo myndarlegur að myndinni var dreift víða.

 

Hann hét Daniel Tohill og var fæddur á Nýja-Sjálandi árið 1883. Árið 1908 var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Ljósmyndin var tekin hinn 11. júní 1908.

 

Hér er ein mememynd af hinum „fáránlega myndarlega“ glæpon. Tekinn fyrir að stela hjörtum.