Fjórar milljónir Írana áttu að fá ódýrt húsnæði í nýjum blokkum um allt land, samkvæmt plönum Mahmoud Ahmadinejads forseta 2005-2013.

Þær áætlanir fóru hins vegar víða út um þúfur vegna efnahagskreppu og íranska ríkið hefur í síðustu ár verið sligað af kostnaði vegna hins gríðarstóra Mehr-verkefnis.

Þótt blokkirnar séu fullreistar á sumum stöðum, liggja aðrar rétt fokheldar, eins og týndir legókubbar í eyðimörkinni.