Þegar klerkastjórnin tók við völdum í Íran árið 1979 voru allar ljósmyndir af konum með hárið óhulið bannaðar. Í kjölfarið voru fjölmörg ljósmyndastúdíó brennd til grunna fyrir að hafa áður fyrr leyft sér slíkt guðlast — önnur lokuðu dyrum sínum hljóðlega og filmusöfnin, ómetanlegur fjársjóður um sögu landsins, voru skilin eftir að rotna yfirgefin í geymslum og háaloftum.

 

Í tíu ár safnaði íranski ljósmyndarinn Parisa Damandan myndum frá ljósmyndurum fyrri ára í heimaborg sinni Isfahan og gaf árið 2006 út bókina Portrait photographs from Isfahan: Faces in transition, 1920-1950. Myndirnar hér að neðan eru úr þeirri bók.  

 

Myndirnar eru nákvæmlega uppstilltar og næstum óraunverulegar — uppstillingarnar eru sumar súrrealískar. En þær sýna þjóð á krossgötum, á hraðri leið inn í ‘nútímann’ eftir að harðstjórinn Reza Shah steypti úr sér genginni konungsætt Qajara af stóli árið 1925.

 

2

 

5

 

6

 

7

 

9

 

11

 

8

 

10

 

15

 

13

 

14

 

16

 

17

 

18

 

19

 

20

 

21

 

22

 

3

 

4

 

12