Bandaríski ljósmyndavefurinn Retronaut er um þessar mundir að vinna að bókinni The Paper Time Machine, í samstarfi við Jordan Lloyd og fyrirtækið Dynamichrome – sem sérhæfir sig í endurvinnslu svarthvítra ljósmynda í lit.

 

Bókin mun samanstanda af 130 ljósmyndum af byggingu sögufrægra mannvirkja en þar geta lesendur bæði virt fyrir sér upprunalegu svarthvítu myndirnar sem og litmyndirnar – en vinnsla þeirra er einstaklega metnaðarfull. Hér er hægt að styrkja útgáfu bókarinnar.

 

Hér má sjá mynd af Eiffelturninum í París sem var tekin í júlí árið 1888 þegar 2. áfanga turnsins var rétt ólokið. Upprunalegan lit turnsins má sjá á myndinni en hann var dýrðlega vínrauður fyrstu áratugina. Síðan þá hefur turninn verið málaður í hinum ýmsu litum.

 

Í baksýn má sjá ókláraða sýningarskála fyrir heimssýninguna í París en skálarnir hafa síðar þurft að víkja. Árið 1889, þegar byggingunni var lokið, var Eiffelturninn hæsta mannvirki á jörðinni, 324 metrar að hæð.

 

eiffel2

 

Hér má sjá fleiri myndir úr bókinni af vef Mashable.