Hér sést Leóníd Bresnjeff, aðal­rit­ari sov­éska komm­ún­ista­flokks­ins og æðsti leið­togi Sovétríkjanna, dást að bakhlið bandarísku leikkonunnar Jill St. John, þáverandi kærustu Henry Kissinger, en hún lék meðal annars í Bond-myndinni Diamonds are Forever. Til hægri stendur foreseti Bandaríkjanna, Richard Nixon. Lemúrinn kannast ekki við manninn fyrir miðju, en hann deilir bersýnilega áhuga Bresnjeffs.

 

Myndin var tekin árið 1973 á heimili Nixons í San Clemente. Á þessum tíma var Bresnjeff að sækja Bandaríkin heim í fyrsta sinn. Heimildir geta að Ronald Reagan og Bob Hope hafi einnig verið viðstaddir.