Kúbverski byltingarleiðtoginn Fídel Kastró tekur í höndina á Richard Nixon, varaforseta Bandaríkjanna, árið 1959, fjórum mánuðum eftir valdaskiptin á Kúbu.

 

Kastró heimsótti Bandaríkin í apríl 1959 í boði Samtaka bandarískra dagablaðaritstjóra (enska: American Society of Newspaper Editors). Eisenhower forseti neitaði hins vegar að hitta hann, og fór í staðinn á golfvöllinn. Richard Nixon varaforseti var sendur í hans stað til þess að ræða við unga byltingarleiðtogann. Eftir tveggja tíma spjall þeirra tjáði Nixon forsetanum að Kastró hefði „ótrúlega barnalegar hugmyndir“ um kommúnisma.  Kastró sagði fundinn „vinalegan“.

 

Nixon & Kastró

 

Kastró & Nixon

 

Kastró brosir.