Gömlu hjónin í Múla, Joen Frederik Olsen (f. 1870) og Else Olsen (f. 1871).  Ljósmyndin var tekin árið 1940.

 

Múli á Borðey í Færeyjum „var ein afskekktasta byggð Færeyja og þangað var ekkert vegasamband fyrr en 1989 og allir flutningar voru með bátum og þyrlum. Byggðin fór svo í eyði 1994, fimm árum eftir að vegur var lagður þangað,“ segir í grein á Wikipediu.

 

Kot Olsen-hjóna í Múla nefndist Har frammi. Árið 1961, þegar bæði karl og kerling voru horfin yfir móðuna miklu, var húsið tekið í sundur og flutt til Danmerkur. Nú stendur það í þjóðminjasafni Dana í Kaupmannahöfn.