Þessa mynd tók Opportunity, könnunarjeppi NASA, á eyðilegum söndum Meridianihásléttunnar á Mars árið 2005. Á myndinni sjáum við hlíf sem jeppinn kastaði af sér við lendingu árið áður. Jarðneska málmdraslið á myndinni var þó ekki það sem vakti athygli vísindamanna á jörðu niðri, heldur grjóthnullungurinn til vinstri. Hann er úr þykku járni og nikkeli og er talinn vera ævaforn loftsteinn. (NASA).