Árni Böðvarsson tók þessa mynd árið 1938 og birtist hún á forsíðu Fálkans með þessum orðum: „Fyrir þrennt hefur Akranes löngum verið talið frægt: Hrausta sjómenn, fallegt kvenfólk og ágætar kartöflur. Þeir sem kunnugir eru á Akranesi munu sannfærast um að þetta sje rjett mat á plássinu. Árni Böðvarsson Ijósmyndari á Akranesi tók myndina og sjer á henni inn eftir Nesinu og yfir Akrafjall, sem skýlir því fyrir norðannæðingum.“