Konan á myndinni er talin vera Selika Lazevski, bandarísk blökkukona sem starfaði sem atvinnuknapi í frönskum hringleikahúsum og hestasýningum seint á 19. öld. Hún tilheyrði hópi écuyères de haute école, kvenkyns knapa sem sérhæfðu sig í dressage, flókinni undirgrein hestamennsku sem er stundum líkt við ballett fyrir hesta.

 

Stúlkunafnið Selika var vinsælt meðal bandarískra blökkumanna á síðari hluta 19. aldar, en það var sviðsnafn óperusöngkonunnar Marie Selika Williams, sem árið 1878 varð fyrsti  svarti listamaðurinn til að koma fram í Hvíta húsinu.

 

Myndina tók franski ljósmyndarinn Felix Nadar árið 1891 (heimild).