Lesandi Lemúrsins er staddur í Japan og sendir þessa mynd: „Þegar stigið er út úr lestinni blasir allt við eins og í öllum öðrum japönskum stórborgum á því herrans ári 2013; glæsileg verslunarhús í neonbaði, flissandi skólastúlkur í pilsum og hnésokkum, brosandi leigubílstjórar með hvíta hanska, kaupsýslumaður með hjólatösku segir félaga sínum brandara sem báðir hlæja að, drepur í sígarettu og er svo rokinn út í mannmergðina. En það er ekki fyrr en ferðalangur úr norðri rýnir í nafnið á stöðvarhúsinu að hann man af hverju hann er kominn.“