Lesandi Lemúrsins er staddur í Japan og sendir þessa mynd: „Þegar stigið er út úr lestinni blasir allt við eins og í öllum öðrum japönskum stórborgum á því herrans ári 2013; glæsileg verslunarhús í neonbaði, flissandi skólastúlkur í pilsum og hnésokkum, brosandi leigubílstjórar með hvíta hanska, kaupsýslumaður með hjólatösku segir félaga sínum brandara sem báðir hlæja að, drepur í sígarettu og er svo rokinn út í mannmergðina. En það er ekki fyrr en ferðalangur úr norðri rýnir í nafnið á stöðvarhúsinu að hann man af hverju hann er kominn.“
Myndaalbúmið Gallerí
Myndaalbúm Lemúrsins geymir forvitnilegar ljósmyndir úr sögunnar rás. Flestar myndirnar eru frá opinberum stofnunum eða söfnum víða um heim.
Meira á Lemúrnum
Meira á Lemúrnum
-
Ruglaðar senur úr kvikmyndinni Zardoz
-
RÚV árið 1999:„Við Íslendingar erum á miklu hærra menningarstigi en aðrar Evrópuþjóðir“
-
Forsetakosningar fortíðarinnar: „Hann skal vera hógvær og prúður en þó með nokkra reisn“
-
Myndskreytt japanskt heimskort frá 1932 sýnir Al Capone, Hitler og Gandhi
-
Viðtal við leigumorðingja í Karachi