Það er gaman að hjóla og þeir sem renna sér niður brekkur Reykjavíkur eða annarra staða á Íslandi velta kannski stundum fyrir sér hvenær reiðhjól birtust fyrst hér á landi. Reiðhjól eru frekar nýleg uppfinning og voru fyrst notuð á meginlandi Evrópu upp úr 1815 og voru frumstæðir gripir fyrst um sinn.

 

Ljósmyndin hér að ofan sýnir ungar stúlkur á Ísafirði um 1925. Myndina tók Ingimundur Guðmundsson.

 

Samkvæmt Óskari Dýrmundi Ólafssyni sem ritar um sögu hjólsins á Íslandi á vefsíðu Fjallahjólaklúbbsins sáust reiðhjól fyrst á Íslandi árið 1890.

 

Þau voru tvö og voru í eign Guðbrands Finnbogasonar verslunarstjóra hjá Fischer-versluninni og Guðmundar Sveinbjörnssonar. Guðbrandur sem bjó í Reykjavík hýsti ungan mann er byrjaði að sækja nám við Latínuskólann veturinn 1889. Var þetta Knud Zimsen sem síðar varð verkfræðingur bæjarins og svo borgarstjóri Reykjavíkur. Í frístundum sínum gerði hann margt sér til dægrastyttingar en þó var var það ein sem hann undi sér „löngum við, enda fágæt í Reykjavík í þann tíma, en það var að fara á reiðhjóli.“ Lýsing hans á fyrsta reiðhjólinu hérlendis sem enn er varðveitt á Þjóðminjasafninu er svohljóðandi:

 

„Hjólgrindin var úr járni, en hjólin úr tré með járngjörðum. Ekkert drif var á því, og var aðeins hægt að stíga framhjólið. Það var því ekki auðvelt að fara hratt á því, og ókleift mátti heita að hjóla á því upp nokkurn verulegan bratta. Ég gerði heldur ekki víðreist á því, hjólaði aftur og fram um Aðalstræti og renndi mér á því niður Fischersund.“

 

Reiðhjólið sem Knud lýsir hér var, eins og hefur verið vikið að í bakgrunnskafla, af Velocipede-gerð, eða „benskakare“ eins og það var kallað í Svíþjóð, sem vinsælt var á sjöunda og áttunda áratug aldarinnar hjá nágrönum okkar og víðar í Evrópu.

 

Annað reiðhjól sem átti eftir að vekja feiknarathygli var í eigu Elías Olsen, bókhaldara hjá Fischer-versluninni. Það kom á árinu 1892 ásamt reiðhjóli Teits Ingimundarsonar úrsmiðs og var með risastórt framhjól og lítið afturhjól. Knud Zimsen segir í endurminningum sínum að hjól Olsens hafi tekið „hinum mjög fram, enda safnaðist fólk saman til að horfa á hann aka á því kringum Austurvöll, sem hann gerði ekki ósjaldan.“

 

Þetta er fróðleg saga. Munum að Reykjavík var ekki stór um aldamótin þegar fyrstu hjólin komu til sögunnar og undirlagið ábyggilega oft lélegt fyrir hjólhesta. Það voru því ekki langar ferðir sem menn fóru í fyrstu.

 

Lemúrinn minnir á greinina um Horace Dall, breska sjóntækjafræðinginn sem fór á hjóli yfir hálendið á fjórða áratugnum, sem var mikið afrek. Hann tók magnaðar ljósmyndir á ferðalaginu, skoðið þær hér.

 

En hér á eftir sjáum við ljósmyndir frá fyrri hluta tuttugustu aldar þegar reiðhjólum fjölgaði smám saman í höfuðborginni.

 

Ferðamaður við Þingvallakirkju við konungskomu 1907. Ljósmynd: Vigfús Sigurgeirsson. (Þjóðminjasafnið)

Ferðamaður við Þingvallakirkju við konungskomu 1907. Ljósmynd: Vigfús Sigurgeirsson. (Þjóðminjasafnið)

 

Sveinn Guðmundsson, járnsmiður, með hjól sitt um 1908. Ljósmynd: Carl Ólafsson. (Þjóðminjasafnið)

Sveinn Guðmundsson, járnsmiður, með hjól sitt um 1908. Ljósmynd: Carl Ólafsson. (Þjóðminjasafnið)

 

Karli Ch. Nielsen 1910-20.  (Ljósmyndasafn Reykjavíkur)

Karli Ch. Nielsen 1910-20. (Ljósmyndasafn Reykjavíkur)

 

Á ljósmyndastofu Jóns J. Dahlmann í Reykjavík um 1920-30. (Þjóðminjasafnið)

Á ljósmyndastofu Jóns J. Dahlmann í Reykjavík um 1920-30. (Þjóðminjasafnið)

 

Marta, Fanna, Gunnhildur, Guðmundur og Oliver með tvö reiðhjól, 1927. Ljósmynd: Skafti Guðjónsson. (Ljósmyndasafn Reykjavíkur)

Marta, Fanna, Gunnhildur, Guðmundur og Oliver með tvö reiðhjól, 1927. Ljósmynd: Skafti Guðjónsson. (Ljósmyndasafn Reykjavíkur)

 

Hópur manna hefur stillt sér upp með reiðhjól sín fyrir framan Iðnó 1920-30. Ljósmynd: Magnús Ólafsson. (Ljósmyndasafn Reykjavíkur)

Hópur manna hefur stillt sér upp með reiðhjól sín fyrir framan Iðnó 1920-30. Ljósmynd: Magnús Ólafsson. (Ljósmyndasafn Reykjavíkur)

 

Margeir Pétursson sendisveinn á sendlahjóli, sennilega frá Zimsen, 1920-30. (Ljósmyndasafn Reykjavíkur)

Margeir Pétursson sendisveinn á sendlahjóli, sennilega frá Zimsen, 1920-30. (Ljósmyndasafn Reykjavíkur)

 

Gunnhildur. Húsveggur og hjól í bakgrunni. 1927. Ljósmynd: Skafti Guðjónsson. (Ljósmyndasafn Reykjavíkur)

Gunnhildur. Húsveggur og hjól í bakgrunni. 1927.
Ljósmynd: Skafti Guðjónsson. (Ljósmyndasafn Reykjavíkur)

 

Hrefna Herbertsdóttir fyrir utan Ísafoldarprentsmiðju 1927. Ljósmynd: Skafti Guðjónsson. (Ljósmyndasafn Reykjavíkur)

Hrefna Herbertsdóttir fyrir utan Ísafoldarprentsmiðju 1927. Ljósmynd: Skafti Guðjónsson. (Ljósmyndasafn Reykjavíkur)

 

Farartæki heildverslunar Ó. Johnson & Kaaber um 1930 í Hafnarstræti. Ljósmynd: Ólafur Magnússon. (Þjóðminjasafnið)

Farartæki heildverslunar Ó. Johnson & Kaaber um 1930 í Hafnarstræti. Ljósmynd: Ólafur Magnússon. (Þjóðminjasafnið)

 

Reiðhjól fyrir utan Edinborgarverslun í Hafnarstræti um 1930. Ljósmynd: Magnús Ólafsson. (Ljósmyndasafn Reykjavíkur)

Reiðhjól fyrir utan Edinborgarverslun í Hafnarstræti um 1930. Ljósmynd: Magnús Ólafsson. (Ljósmyndasafn Reykjavíkur)

 

Austurstræti og Bankastræti á árunum 1935-40. Ljósmyndari ókunnur. (Ljósmyndasafn Reykjavíkur)

Austurstræti og Bankastræti á árunum 1935-40. Ljósmyndari ókunnur. (Ljósmyndasafn Reykjavíkur)

 

Að lokum sjáum við Horace Dall á hálendinu árið 1933. „Nokkru eftir að ég fór yfir vatnaskilin sá ég gríðarstóran eldgíg Öskju í austri. Það hljómar ótrúlega fyrir þá sem þekkja ekki kristaltært loftið á Íslandi að gígurinn var 65 kílómetra í burtu.“