Gunhild Augusta Thorsteinsson fæddist á Ísafirði 15. júlí 1878. Hún sigldi árið 1899 til Kaupmannahafnar þar sem hún nam ljósmyndun.

Gunhild Augusta Thorsteinsson ásamt Helgu Johnson, samstarfskonu sinni á ljósmyndastofunni á Hverfisgötu.

Gunhild Thorsteinsson ásamt Helgu Johnson, samstarfskonu sinni á ljósmyndastofunni á Hverfisgötu.

 

Gunhild stofnaði ljósmyndastofu við Hverfisgötu 4 (nú 34) í Reykjavík og rak hana til 1911 ásamt Helgu Johnson. „Húsið á Hverfisgötunni var byggt sérstaklega fyrir starfsemina, það var með stærri gluggum en almennt var á húsum, en á þessum árum var ekkert rafmagn og lítið um gerfiljós svo dagsbirtan gaf helst það ljós sem ljósmyndarar unnu við,“ segir í umfjöllun um Gunhild í blaðinu NT í nóvember 1984. Þar kemur fram að hún hafi unnið með stóra harmónikkuvél.

 

Gunhild var helst þekkt fyrir póstkortagerð, eins og kemur fram á vef Þjóðminjasafnsins: „Gunhild Thorsteinsson ljósmyndari rak portrettljósmyndastofu í til þess byggðu húsi við Hverfisgötu í Reykjavík í byrjun 20. aldar. Samhliða ferðaðist hún um landið og tók myndir gjarnan frá sjó úr strandferðaskipum af þéttbýlisstöðum. Auk þess leitaði hún uppi vinsæla ferðamannastaði landsins og gaf út póstkort með myndum af þeim. Póstkort hennar voru m.a. prentuð í Greifswald í Þýskalandi og virðast öll vera framleidd í Þýskalandi.“

 

isafold okt 08

Auglýsing í Ísafold, október 1908.

 

Eftir 1911 vann Gunhild til dæmis við heildsölu á erlendum legsteinum. Hún lést 1948. Þjóðminjasafnið geymir hluta af ljósmyndasafni hennar. (via sarpur.is)

 

429829

Hundar. 1902-1911.

 

39271

Köttur og kettlingar. 1902-1911.

 

428762

Hestur. 1902-1911.

 

431782

Hjálmar Bjarnason umkringdur leikföngum sínum. 1902-1911.

 

422343

Barn.

 

424579

Hjálmar og Gunnar Bjarnasynir baða sig á Suðurgötu 5. 1902-1911.

 

„Reykjavík.  Suðurgata 5.  Einlyft timburhús með risi klætt með standandi klæðningu og með áföstu stóru ljóskeri.  Framan við húsið er fólk á stórum sleða sem dreginn er af hesti og í baksýn stendur fólk við húsið.  Nicoalj Bjarnason og Anna Emelia Thorsteinsson á tröppunum.  Líklega Þorsteinn sonur þeirra við húsið og Hjálmar, Johanna Petra og Gunnar á sleðanum. “

„Reykjavík. Suðurgata 5. Einlyft timburhús með risi klætt með standandi klæðningu og með áföstu stóru ljóskeri. Framan við húsið er fólk á stórum sleða sem dreginn er af hesti og í baksýn stendur fólk við húsið. Nicoalj Bjarnason og Anna Emelia Thorsteinsson á tröppunum. Líklega Þorsteinn sonur þeirra við húsið og Hjálmar, Johanna Petra og Gunnar á sleðanum. “

 

425087

Grímsey stuttu eftir 1905.

 

427680

Strákar á hestbaki.

 

428084

Þjóðminjasafnið: „Gríðarlega stórt sorfið grjót. Tveir drengir sitja í holum í berginu. Gunnar og Hjálmar, synir Nicolai Bjarnasonar og Önnu Emeliu Thorsteinsson [sem sjást á fleiri myndum hér]. Þetta bjarg mun hafa verið í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi.“

 

Reykjavík árið 1904. Fræðimenn hafa þurft að rannsaka húsin á myndinni til að tímasetja hana. Þjóðminjasafnið: „Myndina má tímasetja vegna byggingar á turni við hús við Amtmannsstíg til ársins 1904.“

Reykjavík árið 1904. Fræðimenn hafa þurft að rannsaka húsin á myndinni til að tímasetja hana. Þjóðminjasafnið: „Myndina má tímasetja vegna byggingar á turni við hús við Amtmannsstíg til ársins 1904.“

 

431803

Dómkirkjan, Pósthússtræti, Austurstræti og næsta umhverfi árið 1904.

 

431854

Hafnarstræti 1904.

 

38306

„Kona“

 

431850

Þjóðminjasafnið: „Læknir í hvítum slopp með áhald í hendi framkvæmir einhvers konar aðgerð á konu sem liggur á upphækkuðum bekk með yfirbreiðslu yfir sér að neðan. Hjúkrunarkona eða aðstoðarkona stendur hjá og heldur á bakka og vaskafati. Matthías Einarsson læknir.“

 

17. júní 1911 var haldið upp á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar um allt land. Gunhild var stödd í miðbæ Reykjavíkur og tók nokkrar merkilegar ljósmyndir.

 

Stúlkurnar í vagninum selja merki á vegum Kvenfélagsins Hringsins til ágóða fyrir spítalabyggingu.

Stúlkurnar í vagninum selja merki á vegum Kvenfélagsins Hringsins til ágóða fyrir spítalabyggingu.

 

431799

Tjarnargata. Skrúðganga fólks sem er hugsanlega að koma frá íþróttamóti á Melavelli, þennan dag, 17. júní 1911.

 

431798

Horn Tjarnargötu og Vonarstrætis 17. júní 1911. Skrúðgangan að nálgast Austurvöll.

 

431852

Fylkingin gengur eftir Kirkjustræti.

 

Vísir, 17.06.1911 - Timarit copy

Forsíða Vísis 17. júní 1911.

 

Myndir úr ýmsum áttum:

 

441718

 

441713

 

1408486

 

born

 

born2

 

445497

Þingvellir.

 

431862

Tjörnin.

 

fermingarstulka

Fermingarstúlka.

 

karlmadur

 

1393002

Tjarnargata.

 

431790

Tjarnargata.

 

Stykkishólmur

Stykkishólmur.

 

bíldudalur

Fiskþvottur. Myndin er hugsanlega tekin á Bíldudal.

 

Póstkort eftir Gunhild:

 

1414415

 

1414412

 

1407889

 

1409669