Ljósmyndarinn tekur sér stöðu. Fólkið stillir sér upp. Hann smellir af. Sekúndan sem þetta tók er horfin og kemur ekki aftur. En hún varðveitist á ljósmyndinni um aldur og ævi.

 

Hér sjáum við magnaðar ljósmyndir sem Magnús Ólafsson ljósmyndari tók fyrir um hundrað árum síðan af íslenskum andlitum og hverdagslífi í borg og sveit.

 

Fyrir rúmum hundrað árum síðan ákvað maður nokkur að hætta verslunarrekstri sem hann hafði stundað frá unglingsárum og snúa sér alfarið að ástríðu sinni, ljósmyndun. Þessi maður hét Magnús Ólafsson. Í fyrstu leist samferðarfólki hans illa á þessi áform, það þótti ekki álitlegt að „maður svo að segja með tvær hendur tómar og 6 börn, flest í ómegð“ gerðist ljósmyndari.

 

En Magnús Ólafsson varð smátt og smátt einn merkasti myndsmiður landsins og tók ómetanlegar ljósmyndir sem sýna íslenska samfélagið á fyrstu áratugum tuttugustu aldar.

 

En ætli Magnús hafi ímyndað sér að ljósmyndir hans yrðu enn skoðaðar 100 árum eftir að hann tók þær?

 

Kona með barn um 1920.

Kona með barn um 1920.

 

Lesið minningarorð um Magnúsar Ólafsson sem birtust í Morgunblaðinu árið 1937.

 

Lemúrinn hefur margsinnis birt myndir eftir Magnús. Hér eru til dæmis myndasöfn Magnúsar: Fólk í Reykjavík fyrir hundrað árum og Ísland framandi land: Fortíðin á aldargömlum ljósmyndum Magnúsar Ólafssonar

 

Stórmerkilegur mynda­banki Magnúsar Ólafssonar er geymdur hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Safnið er eitt fjöl­margra stofn­ana í heim­inum sem hlaðið hefur inn merki­legum gömlum ljós­myndum hjá Commons-​​verkefninu hjá vef­síð­unni Flickr. 

 

Það er mik­il­vægt að söfn miðli ger­sem­unum sem þau geyma og Lemúrinn fagnar í hvert skipti sem Ljósmyndasafn Reykjavíkur hleður inn myndum á netið fyrir almenn­ing. Við minnum einnig á annað bráð­skemmti­legt verk­efni sama safns á net­inu, Ljósmynd vik­unnar.

 

Við hvetjum öll söfn og stofn­anir lands­ins sem geyma ljós­myndir sem hafa sögu­legt og menn­ing­ar­legt gildi að gera þær aðgengi­legar á sta­f­rænu formi. Landmælingar Íslands er dæmi um opin­bera stofnun sem nýlega fór þá leið.

 

MAÓ_110

 

Á myndinni hér fyrir ofan sjáum við nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík í miðri kennslustund. Árið er 1918 eða 1919. Fyrir neðan sjáum við nemanna, sem allir voru drengir, í nærmynd. Sumir fylgjast með kennaranum en aðrir horfa í gegnum linsuna. Þetta er hversdagslegt stund – þó að það hafi eflaust verið nokkuð magnað að hafa ljósmyndara í skólastofunni.

 

Bandaríski fræðimaðurinn Susan Sontag lýsti hinu undarlega fyrirbæri ljósmyndun í greinasafninu On Photography sem út kom árið 1977. Þar skrifaði hún meðal annars:

 

Allar ljósmyndir eru áminning um dauðann. Að taka ljósmynd jafngildir því að taka þátt í dauðleika, varnarleysi, breytanleika annarrar manneskju (eða hlutar). Allar ljósmyndir sýna fram á hina miskunnarlausu eyðingu tímans einmitt með því að skera burt þetta augnablik.

 

MR nærmynd 1

 

MR nærmynd 2

Þekkiði þessa menn sem þarna sitja brúnaþungir á skólabekk?

 

Björn_Jónsson,_minister_of_Iceland,_gives_a_speech_on_June_2,_1908_regarding_the_autonomy_of_Iceland_vis-a-vis_Denmark

Magnús Ólafs­son var staddur við gamla barna­skól­ann í Reykjavík í júní 1908. Mikill mann­fjöldi var sam­an­kom­inn í port­inu til að heyra Björn Jónsson rit­stjóra halda ræðu um sam­bands­málið sem var heit­asta deilu­mál þeirra tíma.  Lemúrinn hefur áður fjallað um þessa ljósmynd og skoðað ýmis andlit sem á henni eru.

 

 

7. júlí 1915, hátíðarstemming á Austurvelli í tilefni að nýfengnum kosningarétti kvenna sem staðfestur var af konungi 19. júní sama ár.

7. júlí 1915, hátíðarstemming á Austurvelli í tilefni að nýfengnum kosningarétti kvenna sem staðfestur var af konungi 19. júní sama ár.

 

MAO 365

 

Hér eru tvær sögulegar ljósmyndir frá Reykjavík sem teknar voru eftir brunann mikla árið 1915. Lesið um hann hér.

 

MAO 16

Reykjavík í sárum eftir brunann mikla í apríl 1915.

 

MAÓ_526

Hópur kvenna á fundi um 1910-1920. „Sitjandi 6. 7. og 8. frá hægri: Guðrún Björnsdóttir, Katrín Magnússon. 6. frá vinstri (heldur á kaffibolla) er sennilega Hólmfríður Árnadóttir, kennari.“

Að neðan sjáum við konurnar í nærmynd. Allar ábendingar eru vel þegnar. Þekkiði þessar konur sem sátu á fundi og drukku kaffi einhvern tíma á árunum 1910-1920?

 

1

 

2

 

3

 

4

 

MAO 462

Afgreiðsla Hins sameinaða gufuskipafélags, um 1910

 

ÁBS ST13

Bergrisinn við Dritvík 1900-1915.

 

MAO 222

Vetur og snjór í Reykjavík 1913-1920.

 

MAO 101

Ferðamannahópur í Reykjavík árið 1909.

 

MAO 172

Eimreiðin Pioneer um 1925.

 

MAO 398

Erlendir sjóliðar á hestum á Kirkjutorgi 1915-1930.

 

MAO 795

Félagar úr Lúðrasveit Reykjavíkur eða Lúðraþeytarafélagi Reykjavíkur við Drekkingarhyl á Þingvöllum.

 

 

MAO 2366

Hópur af mönnum á áningarstað við fjallavatn 1910-1920. Hvar er þetta tekið?

 

Hús við Tryggvagötu og Vesturgötu, 1915-1920

Hús við Tryggvagötu og Vesturgötu, 1915-1920.

 

MAO 252

Kona og karl með þrjú börn á gangi eftir Skólabraut á Akranesi um 1915.

 

MAO 360

Líklega 26. júlí 1920 en þann dag brann verslun Jónatans Þorsteinssonar, Laugavegi 31 til grunna.

 

MAÓ 138

Magnús Benjamínsson úrsmiður um 1910-1920.

 

MAO 772

Margrét og Thor Jensen í vinnuherberginu á Fríkirkjuvegi 11, 1910-1920.

 

MAO 26

Reykjavíkurhöfn veturinn 1918.

 

MAÓ 432

Þingfundur í Alþingishúsinu 26. ágúst 1903.

 

MAÓ 193

Séð inn Austurstræti frá Reykjavíkurapóteki 1917.

 

MAO 310

Sex konur í skrúðgarði við Thorvaldsensstræti 6 í Reykjavík um 1917.

 

MAO 563

traustofa Sæunnar Bjarnadóttur á Laufásvegi 4 í Reykjavík, 1910-1920

 

KJG 43

Sennilega 1. ágúst 1909, þegar sundskálinn Grettir við Skerjafjörð var vígður. Sundmenn ganga á land eftir sjósund. Bátur úti fyrir.

 

MAO 231

Torfbærinn Sölvhóll á Arnarhólstúni árið 1920.

 

MAO 445

Tveir menn sitja á bakkanum við Skúlagötu um 1920.

 

MAÓ 157

Verslunin Edinborg í Hafnarstræti skreytt vegna konungskomu árið 1907.