Magnús Ólafsson ljósmyndari var staddur við gamla barnaskólann í Reykjavík í júní 1908. Mikill mannfjöldi var samankominn í portinu til að heyra Björn Jónsson ritstjóra halda ræðu um sambandsmálið sem var heitasta deilumál þeirra tíma.

 

Þó ljósmyndin nái ekki að fanga andlit Björns, hann virðist hafa hreyft sig of mikið á meðan hann talaði, þá nær hún ýmsum andlitum á mynd. Þetta eru mest allt karlar, konur höfðu ekki einu sinni kosningarétt á þessum tíma nema í sveitastjórnarkosningum, flestir með hatta, voru þetta þá broddborgarar? Menn eru íbyggnir, hálfdaprir í bragði jafnvel, er það kannski alltaf þannig þegar rætt er um stjórnmál?

 

Og þarna er ungur maður sem starir beint í linsuna. Hann snýr öfugt, kannski hafði hann ekki eirð til að fylgjast með ræðuhöldunum, og fannst áhugaverðara að fylgjast með Magnúsi ljósmyndara að störfum. Þó ljósmyndatæknin væri kannski ekki ný af nálinni árið 1908, þá hlýtur hún að hafa fagnað athygli manna í hinum litla og sveitalega kaupstað Reykjavík.

 

Til hliðar, og reyndar við fótskór Björns, sitja þrír strákar. Barnsleg gleðin skín úr andlitum, þeir voru ábyggilega að hugsa um eitthvað allt annað en hvernig lagatexti sambandslaganna ætti nákvæmlega að vera.

 

Í glugga mótar svo fyrir veru. Maður situr inni. Er hann sofandi, eða var bara þægilegra að hlusta á ræðuna innandyra?

 

Hattakarlar og konur til hliðar.

Horfir í linsuna.

 

Björn Jónsson.

 

Strákar.

 

 

Sofandi?