Mikill trúarblær, erótískur undirtónn, eða bara algert ógeð?

Íslenskar riddarasögur eru, eins og allir vita, óþrjótandi uppspretta lestraránægju og lífsgleði. Ein af skemmtilegri sögum úr þeim hópi er Mírmanns saga, sem áður hefur verið fjallað lítillega um í þessu hlaðvarpi Lemúrsins og Kjarnans. Sagan heitir eftir aðalpersónunni Mírmanni, sem er sonur jarlsins Hermanns í Saxlandi og eiginkonu hans Brígíðu frá Ungverjalandi. Eitt af meginviðfangsefnum sögunnar er… [Lesa meira]

Logandi smádýr og lolkettir

Alnetið er undarlegur staður. Á sakleysislegum spássitúr mínum um einn helsta höfuðstað þess, Fjasborg, urðu skyndilega á vegi mínum kettir með rakettur á bakinu. Svo undarlegur staður er Alnetið að þetta í sjálfu sér var ekki undarlegt, ekki á þessu póstlolkattaskeiði þar sem 13. aldar handritalýsingar af köttum eru hafðar til sambærilegra hlátraskalla og hin margvíslegustu kattamyndbönd í þeirri miklu… [Lesa meira]

Barnsfæðing árið 1490

Í skjalasöfnum leynast margir stórkostlegir hlutir. Fyrir ekki svo mörgum árum fannst skjal á Spáni sem er einstakt á heimsvísu. Það lýsir barnsfæðingu hefðarkonu árið 1490. Þetta er heimild sem veitir innsýn í ótal hliðar daglegs lífs á miðöldum, sem alla jafna eru okkur glataðar. En umfram allt þá slær hún mann út af laginu, allt við heimildina er stórfurðulegt… [Lesa meira]

Makaskipti og ólifnaður í Mánudagsblaðinu

Það er viðeigandi á þessum ágæta miðvikudegi í aðdraganda heilagra páska að rifja upp Mánudagsblaðið, sem hlýtur að vera með athyglisverðari fyrirbærum íslenskrar fjölmiðlasögu en heyrist ekki oft getið í dag. Mánudagsblaðið var vikurit sem kom út í Reykjavík í frá 1948 til 1982, fyrst á mánudögum en síðar á… [Lesa meira]

Þegar Grikkland til forna rassaði yfir sig

Nýleg bylgja bandarískrar popptónlistar um rassa hefur vakið nokkra athygli og jafnvel hneykslan. Sumir segja að þetta umfjöllunarefni sé ósmekkleg nýjung, merki um dekadens vorra daga; ég vil hinsvegar flækja dálítið málin og sýna að hömlulaus rassaaðdáun er ekkert nýtt. Hana má til dæmis sjá út um allt í Grikklandi til forna.

 

Forn-gríska er, líkt og íslenska, tungumál sem… [Lesa meira]

Jóhannes: Guðspjallamaður, lærisveinn, meindýraeyðir

Jóhannes er nafn sem birtist mjög oft í biblíunni – við höfum Jóhannes skírara, Jóhannes guðspjallamann, Jóhannes höfund Jóhannesarbréfanna, Jóhannes lærisvein Krists og Jóhannes sem skrifaði Opinberunarbókina. Nú til dags segja fræðimenn að þeir gætu allir verið sinnhvor maðurinn, en í frumkristni áttu allir nema Jóhannes skírari að vera einn og hinn sami. Mikill kraftaverkamaður sá!

 

… [Lesa meira]

Ida Pfeiffer á Íslandi

Þann 16. maí 1845 steig austurríska hörkutólið Ida Pfeiffer á land í Hafnarfirði. Pfeiffer var einn af mörgum evrópskum ferðalöngum sem heimsóttu Ísland á 19. öld í vísindalegum tilgangi, og birti í kjölfarið bók með ferðasögu sinni sem seldist í hestvagnaförmum. Ritun evrópskra ferðabóka af þessu tagi á sér langa sögu, eða allt frá lokum miðalda, en Pfeiffer var ein… [Lesa meira]