Hauskúpu-Reagan á veggmynd í þjóðarsafni Kirgistans

Hauskúpukúrekinn Ronald Reagan situr á kjarnorkuflugskeyti umvafinn bandaríska fánanum, líkt og T. J. Kong flugforingi í kvikmyndinni Dr. Strangelove. Kistuberar dauðans halda eldflauginni uppi á meðan sovésk alþýða mótmælir kjarnorkuvánni og ber boðskap friðar.

 

Lenín-safnið í Bishkek, þjóðarsafn Kirgistans.

Lenín-safnið í Bishkek, þjóðarsafn Kirgistans.

Þetta er aðeins ein af fjölmörgum veggmyndum á Lenín-safninu í Bishkek, höfuðborg fyrrum Sovétlýðveldisins Kirgistan… [Lesa meira]

Öryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta við íslamista: „Málstaður ykkar er réttur og Guð er með ykkur“

Vídjó

Árið 1979 flaug Zbigniew Brzezinski, öryggisráðgjafi Jimmy Carter Bandaríkjaforseta, til Pakistan þar sem hann ávarpaði hóp af mujahideen skæruliðum á landamærunum við Afganistan: „Málstaður ykkar er réttur og Guð er með ykkur.“

 

Eins og kunn­ugt er nutu þessir íslamistar — þ.á.m. Osama bin Laden — stuðn­ings Bandaríkjanna, sem sendu þeim vopn og víg­búnað til þess að berjast… [Lesa meira]

„Hvers getur ung stúlka óskað sér fremur?“: Fyrstu fegurðardrottningar Íslands

Fegurðarsamkeppnir hafa löngum verið umdeildar og margir telja þær tímaskekkju í dag. Þó verður ekki deilt um að slíkar keppnir áttu drjúgan þátt í að móta sjálfsmynd Íslendinga á seinni hluta 20. aldar. Á Íslandi bjuggu jú fegurstu konur í heimi. Þetta var „staðreynd“ sem Íslendingar, hvort sem var í gríni eða í alvöru, þreyttust ekki á að minnast á.

 

Þessi hugmynd… [Lesa meira]

Þegar Grikkland til forna rassaði yfir sig

Nýleg bylgja bandarískrar popptónlistar um rassa hefur vakið nokkra athygli og jafnvel hneykslan. Sumir segja að þetta umfjöllunarefni sé ósmekkleg nýjung, merki um dekadens vorra daga; ég vil hinsvegar flækja dálítið málin og sýna að hömlulaus rassaaðdáun er ekkert nýtt. Hana má til dæmis sjá út um allt í Grikklandi til forna.

 

Forn-gríska er, líkt og íslenska, tungumál sem… [Lesa meira]

„Ég elska þig, ég elska þig og drulluhjallinn, Dísa“: Dagur Sigurðarson flytur ljóðið „Sæla“

Vídjó

Dagur Sigurðarson ljóðskáld (1937-1994) flytur ljóðið „Sælu“, sem birtist upphaflega í safninu Níðstaung hin meiri árið 1965. Klippa úr heimildarmyndinni Dagsverk. „Þegar myndin gerist hefur Dagur engan fastan samastað. Hann vaknar á sófa heima hjá kunningja sínum og þegar náttar leitar hann aftur gistingar hjá vinum. Myndin segir frá viðburðum dagsins: heimsókn Dags… [Lesa meira]

Sólmyrkvinn í Tinna og Námur Salómons konungs

Fjöldi manns á norðurhveli jarðar fylgdist grannt með sólmyrkvanum í gærmorgun, en svo mikill sólmyrkvi mun ekki sjást aftur á Íslandi fyrr en 12. ágúst 2026. Sólmyrkvar eru ekki bara fágætir og fagrir viðburðir. Þeir hafa einnig komið við sögu í hinum ýmsu vestrænu ævintýrabókum, þar á meðal í myndasögum Hergé um belgíska blaðamanninn… [Lesa meira]