Kettirnir sem börðust í fyrri heimsstyrjöld

Um þessar mundir eru hundrað ár liðin frá því að fyrri heims­styrj­öldin braust út. Þess­ara tíma­móta er minnst með ýmsum hætti víða um heim — og sér í lagi minn­umst við þess gíf­ur­lega og sorg­lega mann­falls sem styrj­öldin hafði í för með sér, en hún varð um níu milljón manns að bana.

 

Þó er einnig vel við hæfi að minn­ast annarra — til að mynda… [Lesa meira]

Bandarískir hermenn af japönskum uppruna í seinni heimsstyrjöld

Hér sést 442. her­deild Bandaríkjahers marsera eftir vegi í Norður-​​Frakklandi árið 1944 í síð­ari heims­styrj­öld. Allir her­menn þess­arar her­deildar voru af japönsku bergi brotnu, en stríð geis­aði þá milli Bandaríkjanna og Japan og fjöl­margir Bandaríkjamenn af japönskum upp­runa voru á þessum tíma geymdir í fanga­búðum. Æðstu ráða­menn í Bandaríkjaher gættu þess að senda þessa her­menn ein­ungis á vesturvígstöðvarnar.

 

Hermenn úr herdeild 442 við St. Die</a>… <a class=[Lesa meira]

Lemúr nefndur í höfuðið á John Cleese

Lemúrinn hefur áður fjallað um breska grín­leik­ar­ann John Cleese og sér­legt dálæti hans á lemúrum. Cleese hefur meðal ann­ars gert heim­ild­ar­mynd um lemúra þar sem vakin er athygli á hætt­unni sem steðjar að þessum furðu­legu frændum manns­ins. Auk þess gegnir hrin­grófu­lemúr til­komu­miklu hlut­verki í Fierce Creatures, kvik­mynd hans frá 1997.

 

Loðlemúr

Bemaraha loð­lemúr, Avahi cleesei.

Árið 1990 upp­götv­aði rann­sókn­art­eymi… [Lesa meira]

Víglínur fyrri heimsstyrjaldar frá degi til dags

Vídjó

Um það bil hundrað ár eru nú liðin frá því að fyrri heims­styrj­öldin braust út. Styrjöldin varð níu milljón manns að bana og hafði afger­andi áhrif á fram­vindu evr­ópu­sög­unnar á tutt­ug­ustu öld.

 

Lemúrinn hefur áður birt mynd­band sem sýnir víg­línur seinni heims­styrj­aldar frá degi til dags. Hér sjáum við hins vegar mynd­band sem gerir það sama fyrir víg­línur… [Lesa meira]

Eyðimerkurregnfroskurinn

Vídjó

Eyðimerkurregnfroskurinn, Breviceps macrops, býr í þurr­lendi Suðvestur-​​Afríku. Froskurinn er virkur á næt­urnar og nær­ist þá á bjöllum, fiðr­ildum og lirfum. Þegar sólin rís grefur hann sig niður í rakan sand og felur sig þar yfir dag­inn. Eins og sést í mynd­band­inu gefur hann frá sér afar sér­kenni­leg hljóð.

 

Tegundin er talin vera… [Lesa meira]

„Wake Up In the Morning“: The Rolling Stones spiluðu í Rice Krispies-auglýsingu

Vídjó

LEMÚRINN hefur ekki tengt rokk­goðin í The Rolling Stones við morg­un­mat hingað til. Meðlimir sveit­ar­innar virð­ast ekki sér­stak­lega miklir morg­un­hanar. En furðu­legt nokk lék The Rolling Stones lagið Wake Up in the Morning í aug­lýs­ingu fyrir morgun­kornið Rice Krispies frá Kelloggs árið 1964.

 

Wake up in the morn­ing there’s a snap around the place Wake up in the morn­ing there’s a crackle in… [Lesa meira]

Geimferjan á Íslandi

Geimferjan Enterprise á Íslandi í maí 1983. (Mynd: NARA) Lemúrinn hefur áður fjallað um þessa heim­sókn… [Lesa meira]

Fáðu níunda áratuginn beint í æð með Miklagarðstíðindum

Verslun Miklagarðs í Holtagörðum í Reykjavík var stærsta verslun lands­ins á níunda ára­tugnum. Mikligarður opn­aði 1983 og lok­aði tíu árum síðar þegar fyr­ir­tækið varð gjaldþrota.

 

Skoðum bæk­ling frá Miklagarði frá 1985. Sverrir Guðmundsson sendi LEMÚRNUM þessar merki­legu minjar frá níunda ára­tugnum. Smellið á úrklipp­urnar til að sjá þær í betri gæðum.

 

mikligardur-2-ara

 

mikligardur-albani-ol… [Lesa meira]

Vitra svínið Toby spilar á spil og les hugsanir

„TOBY — viti­borna svínið, eini fræð­ingur sinnar teg­undar í heiminum.

 

Þetta ótrú­lega dýr stafar og les, reiknar, spilar á spil, segir hvaða manni sem er hvað klukkan er upp á mín­útu á þeirra eigin úri.

 

Og það sem undra­verð­ast er, hann les hugs­anir manna.“

 

Þess­ari aug­lýs­ingu var dreift í Lundúnum um 1817. Vitiborin eða „lærð svín“ nutu nokk­urra vin­sælda á fjöl­leika­sýn­ingum í Evrópu og Bandaríkjunum á ofan­verðri átjándu öld og þeirri nítj­ándu, sér í lagi í Bretlandi,… [Lesa meira]

Keflavík, 1804

Hér sjáum við teikn­ingu af Keflavík árið 1804, eftir danska korta­gerð­ar­mann­inn Poul de Løvenørn. Staðurinn sést hér utan af vík­inni. Elstu hús Jacobæusar eru lengst til hægri, en myndin er frekar óná­kvæm þar sem víkin er miklu breið­ari en Vatnsnesið til vinstri gefur til kynna.

 

Heimild: … [Lesa meira]

Nasista-swinghljómsveitin Charlie and his Orchestra

Í Þýskalandi nas­ism­ans var hin nýja swing– og djass­tónlist litin horn­auga af ráða­mönnum og talin sér­lega úrkynjuð þar sem hún átti upp­tök sín í menn­ingu blökku­fólks í Bandaríkjunum. Slík tónlist var kölluð Negermusik. Hún þótti alls ekki við hæfi „arískra“ Þjóð­verja, og fékk litla spilun þar í landi eftir að nas­istar komust… [Lesa meira]

Rækjukaupmaður byggði eftirlíkingu af Höfða í Japan

Ísland var nafli alheims­ins í nokkra daga þegar leið­toga­fund­ur­inn fór fram í Reykjavík í októ­ber 1986. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhaíl Gorbatsjov, aðal­rit­ari Sovétríkjanna, fund­uðu í Höfða við Borgartún.

 

Japanska rækju­kaup­mann­inum og Íslands­vin­inum Sakuhana fannst við­burð­ur­inn svo merki­legur að hann hann reisti nákvæma eft­ir­lík­ingu af Höfða á heima­slóðum sínum í Hyogo í Japan.

 

Morgunblaðið birti mynd­ina sem við sjáum hér að ofan í sept­em­ber 1990 (og LEMÚRINN end­ur­birtir hana með bessa­leyfi). Kristinn Pálsson tók… [Lesa meira]