Hressar leiðbeiningar fyrir ógurlegasta skriðdreka Þriðja ríkisins

Þýski Tiger-​​skriðdrekinn er oft sagður einn besti skrið­drek­inn sem fram­leiddur var á árum seinni heims­styrj­aldar. Fyrstu ein­tökin komu úr verk­smiðj­unum árið 1942, en Þýska­land hafði sumarið áður ráð­ist inn í Sovétríkin og gríð­ar­stórir herir stór­veld­anna tveggja börð­ust upp á líf og dauða á austurvígstöðvunum.

 

Nýi Tiger-​​skriðdrekinn var flókin maskína og Þriðja ríkið þurfti að þjálfa fjölda ungra manna í að stýra þessu her­tæki. Nýliðar voru þjálf­aðir í sér­stökum skrið­dreka­þjálf­un­ar­búðum í Paderborn í Norður-​​Þýskaland.… [Lesa meira]

Kvikmyndastjarnan og uppfinningakonan Hedy Lamarr

Hedy Lamarr, ein eft­ir­sótt­asta leik­kona heims á fjórða og fimmta ára­tugnum, lék ekki aðeins í Hollywood-​​myndum. Hún var líka upp­finn­inga­maður og þró­aði tækni sem var vísir að mik­il­vægum upp­finn­ingum á borð við þráð­laust inter­net. Fáir vissu af þess­ari iðju leik­kon­unnar sem hún stund­aði við fönd­urkrók­inn heima hjá sér.

 

Á bás einum í Kolaportinu liggur rykug mappa. Hún geymir gamlar leik­ara­myndir. En eitt sinn var siður hjá yngri… [Lesa meira]

Hið fallega og þunglamalega Gila-skrímsli

Gila-​​skrímslið er eitruð eðlu­teg­und sem býr í Bandaríkjunum og Mexíkó. Eðlan er stór og þunglama­leg, og getur orðið allt að 60 cm löng og vegið 2–3 kíló. Gila-​​skrímslið býr í eyði­mörk­inni og þekk­ist á svörtum kroppnum sem er alsett bleikum, gulum og app­el­sínu­gulum dílum.

 

Bit dýrs­ins er sagt sér­stak­lega sárs­auka­fullt en það er hins vegar mjög sjald­gæft að menn verði fyrir því. Eðlan er svo… [Lesa meira]

Frábærar „selfies“ eftir George Harrison á Indlandi

Árið 1966, löngu áður en talað var um fyr­ir­bærið „selfie“, tók Bítillinn George Harrison skemmti­legar sjálfs­myndir á Indlandi. Í ferð­inni stund­uðu George og konan hans Pattie jóga og hann æfði sig á sítar undir hand­leiðslu meist­ar­ans Ravi Shankar.

 

Hér sjáum við þessar myndir, sem hann tók með „fisheye“-linsu.

 

George væri góður á Instagram!

 

George Harrison’s fisheye self-portraits in India, 1966 (2)… [Lesa meira]

Chichen Itza-pýramídinn fyrir öld síðan

Mayar ríktu á Yucatan-​​skaganum í Mexíkó nútím­ans fyrir um 1500 árum en sam­fé­lag þeirra fór hnign­andi um 900 eða um það leyti er land­nám á Íslandi hófst. Þeir skildu eftir sig gríð­ar­lega merki­legar minjar, bygg­inga­rústir og fleira. Á árunum 600 til 1000 eftir Krist var stór byggð í borg­inni Chichen Itza nyrst á Yucatan-​​skaganum.

 

Margt hefur varð­veist í þess­ari fornu borg sem nú er einn fjöl­sótt­asti ferða­mannastaður í heimi.… [Lesa meira]

Færustu líksnyrtar heims halda lífinu í Lenín sem enn liggur smurður

Lenín liggur enn smurður á Rauða torg­inu í Moskvu. Mun hann liggja þar um aldur og ævi? Af hverju var hann smurður? Og hvernig? „Nefnd um ódauð­leika Vladimírs Lenín“ kom við sögu fyrstu árin eftir dauða hans.

 

Mitt á hinu sögu­fræga Rauða torgi í Moskvu stendur rauð og svört granít­bygg­ing sem lík­ist egypskum þrepapíra­mída. Hún er heldur lítil miðað við bygg­ing­arnar í kring — þjóð­minja­safnið, dóm­kirkju heil­ags… [Lesa meira]

Íslenskur Róbinson Krúsó dúsaði á eyðieyju á 18. öld

Á 18. öld kom út í Danmörku saga um íslenskan skip­brots­mann sem lent hafði á eyðieyju og dúsað þar einn líkt og Róbinson Krúsó.

 

Skip sekkur út á langt úti á hafi, og langt fjarri meg­in­lönd­unum. Í stormi og brot­sjó kemst aðeins einn af skip­verj­unum lífs af. Við illan leik nær hann landi á lít­illi eyju.

 

Næstu daga, vikur, mán­uði, ár þarf skip­brots­mað­ur­inn að reyna að sjá fyrir sér… [Lesa meira]

Sniðug vél til að forðast timburmenn frá 1947

Er þetta ekki bráð­sniðug hug­mynd? Ísmola­gríman læknar þig af þynnku.… [Lesa meira]

Sjónvarpsþáttur spáði fyrir um hryðjuverkin 11. september

Árið 2001 var gerð skamm­líf hlið­ar­þáttaröð út frá X-​​Files þátt­unum sívin­sælu sem bar nafnið The Lone Gunmen. Þætt­irnir fjöll­uðu um þrjá nör­da­lega gaura úr upp­runa­legu þátt­unum, sem halda úti sam­særis­kenn­inga­tíma­riti og hafa í gegnum tíð­ina aðstoðað Fox Mulder við að leysa ráðgátur.

 

Nafn þríeyk­is­ins vísar til kenn­ing­ar­innar um að ein skytta (e. lone gunman) hafi myrt John F. Kennedy. Þeir búa í heimi þar… [Lesa meira]

„Rottan“ sem leiddi til rauða spjaldsins

Spjaldakerfi knatt­spyrn­unnar virkar mjög ein­falt og rök­rétt kerfi, gult spjald þýðir að leik­maður er á hálum ís og rautt spjald þýðir brott­vikn­ingu. Hinsvegar kom þetta kerfi ekki til sög­unnar fyrr en á heims­meist­ara­mót­inu 1970. Innblásturinn að því má rekja til leiks milli Englands og Argentínu í átta liða úrslitum keppn­innar fjórum árum fyrr á Wembley.

 

Leikurinn var grófur og vægð­ar­laus og hefur hann verið sagður… [Lesa meira]

Þegar sármóðguð íslensk stjórnvöld báðu Bandaríkin um að endurnefna bíómynd um Ísland

Árið 1942 kvört­uðu stjórn­völd á Íslandi form­lega undan bíó­mynd frá Hollywood sem bar nafnið Iceland og átti að ger­ast á land­inu. Þjóðin öll var sár­móðguð yfir kvik­mynd­inni sem þótti upp­full af ærumeið­andi rangfærslum.

 

Í dag erum við kannski orðin vön því að Ísland birt­ist í bíó­myndum. Nú á dögum streyma frægir leik­stjórar og leik­arar til lands­ins til að taka upp myndir.

 

En þetta hefur ekki alltaf… [Lesa meira]

Tólf vikna og tólf milljón ára gamlir kettlingar bregða á leik

Vídjó

Hvaða skrítnu skepnur eru þetta? Þessir æstu hnoðrar eru tólf vikna gamlir kett­lingar af teg­und pallas­arkatta eða manul (Otocolobus manul).

 

Pallasarkötturinn er elsta katt­ar­teg­und heims, þessar kisur hafa ráfað um gresjur Miðasíu í tólf milljón ár. Nánar má lesa um þá hér.

 

Hér má sjá sömu kett­linga aðeins fimm vikna gamla, þó eru þeir strax farnir að hvæsa af… [Lesa meira]