Mikill trúarblær, erótískur undirtónn, eða bara algert ógeð?

Íslenskar riddarasögur eru, eins og allir vita, óþrjótandi uppspretta lestraránægju og lífsgleði. Ein af skemmtilegri sögum úr þeim hópi er Mírmanns saga, sem áður hefur verið fjallað lítillega um í þessu hlaðvarpi Lemúrsins og Kjarnans. Sagan heitir eftir aðalpersónunni Mírmanni, sem er sonur jarlsins Hermanns í Saxlandi og eiginkonu hans Brígíðu frá Ungverjalandi. Eitt af meginviðfangsefnum sögunnar er… [Lesa meira]

Ískonungurinn og albínóarnir sem gerðu Íslendinga æfa

Ætla má að einhverjir þeirra sem lögðu leið sína um Austurstrætið í Reykjavík, laugardaginn 21. júlí 1934, hafi rekið augun í ljósmynd sem hékk í glugga á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins ofarlega í götunni.

 

Kannski söfnuðust jafnvel saman litlir hópar fólks við gluggann, af og til yfir daginn, því þetta var ansi sérkennileg mynd. Við vitum ekki nákvæmlega hvaða mynd þetta var, en… [Lesa meira]

Heimildarþættir um spænsku borgarastyrjöldina

Borgarastyrjöld braust út á Spáni árið 1936 þegar fasísk íhaldsöfl — falangistarnir svokölluðu — risu upp gegn lýðræðislega kjörinni vinstristjórn landsins. Styrjöldin stóð yfir í þrjú ár, kostaði um hálfa milljón manns lífið og hefur haft afgerandi áhrif á stjórnmál, sögu og menningu Spánar fram til dagsins í… [Lesa meira]

Logandi smádýr og lolkettir

Alnetið er undarlegur staður. Á sakleysislegum spássitúr mínum um einn helsta höfuðstað þess, Fjasborg, urðu skyndilega á vegi mínum kettir með rakettur á bakinu. Svo undarlegur staður er Alnetið að þetta í sjálfu sér var ekki undarlegt, ekki á þessu póstlolkattaskeiði þar sem 13. aldar handritalýsingar af köttum eru hafðar til sambærilegra hlátraskalla og hin margvíslegustu kattamyndbönd í þeirri miklu… [Lesa meira]

Franska læðan Félicette, fyrsti og eini kötturinn í geimnum

Allir þekkja sovésku tíkina Laiku sem fór á sporbraut um Jörðu fyrst Jarðarbúa og sömuleiðis höfum við flest heyrt sögur af geimferðum fleiri kvikinda, frá ávaxtaflugum til simpansa. En hvað með ketti — hafa þeir ekkert látið til sín taka á þessum vettvangi?

 

Jú, að sjálfsögðu. Reyndar hefur aðeins einn köttur gerst svo frægur að fara út í geim, og sá… [Lesa meira]

Hríðskotabyssu-beikon í boði forsetaframbjóðandans Ted Cruz

Vídjó

Ted Cruz, öldungardeildarþingmaður frá Texas, keppir við Donald Trump, Jeb Bush og fleiri repúblíkana um að verða forsetaefni flokksins í kosningunum 2016. Hér framreiðir hann beikon með Texas-aðferð. Hann steikir það á brennandi heitu skafti… [Lesa meira]