„Alþingi getur ekki látið þetta yfir sig ganga!“ Um stormasamt upphaf textavarpsins á Íslandi

Í dag, 30. sept­em­ber, eru 23 ár liðin síðan Ríkisútvarpið hóf útsend­ingar texta­varps árið 1991. Þessi dagur varð auð­vitað fyrir val­inu, sem afmæl­is­dagur texta­varps­ins, vegna þess að þann 30. sept­em­ber 1991 voru jú einnig 25 ár síðan Ríkisútvarpið hóf sjónvarpsútsendingar.

 

Árið 1991 voru þegar liðin hátt í tutt­ugu ár síðan BBC hóf fyrstu texta­varps­út­send­ing­arnar (texta­varpið á raunar 40 ára afmæli um þessar mundir), en það… [Lesa meira]

Mikki mús reynir að svipta sig lífi

Svartur húmor var vin­sælt skemmti­efni á fyrri hluta tutt­ug­ustu aldar og stór­stjörnur á borð við Charlie Chaplin og Buster Keaton gerðu óspart grín að þung­lyndi og sjálfs­morðs­hug­leið­ingum til þess eins að skemmta áhorf­endum sínum.

 

Walt Disney, teikni­mynda­gerð­ar­mað­ur­inn frægi, var barn síns tíma og fylgd­ist vel með þessum skop­myndum sam­tíma­manna sinna. Kvikmyndin Haunted Spooks frá árinu 1920 var í sér­legu upp­á­haldi hjá honum. Í henni reynir Lloyd, sögu­hetja mynd­ar­innar, að… [Lesa meira]

Hovedbanegården í byggingu, sirka 1910

Hér sést Hovedbanegården, aðal­lest­ar­stöð Kaupmannahafnar, í bygg­ingu, sirka 1910. Stöðin opn­aði 1.… [Lesa meira]

Eisenhower forseti vildi kaupa allan íslenskan fisk og gefa í þróunaraðstoð

„Af hverju kaupa Bandaríkin ekki upp allan íslenskan fisk ætl­aðan til útflutn­ings og gefa hann löndum á borð við Ísrael eða Spán, sem þurfa á pró­tín­inu að halda?“

 

Svo spurði Dwight Eisenhower Bandaríkjaforseti 20. júlí 1954, er hann sat og fund­aði með ráð­gjöfum sínum um þjóðaröryggismál.

 

Tæpum tveimur árum áður höfðu Bretar sett lönd­un­ar­bann á íslenskan fisk vegna ein­hliða ákvörð­unar Íslend­inga að stækka land­helgi sína úr þremur mílum í fjórar. Ísland… [Lesa meira]

Rússneskar sendiráðskonur staðnar að búðarhnupli

Eftirfarandi grein birt­ist í Dagblaðinu þann 28. apríl 1981 og segir frá búð­ar­hnupli tveggja rúss­neskra kvenna sem störf­uðu í sendi­ráði Sovétríkjanna á Íslandi.

 

Tvær konur er til­heyra starfs­liði sovézka sendi­ráðs­ins í Reykjavik voru staðnar að búð­ar­hnupli í tízku­verzlun við Laugaveginn á föstu­dag­inn. Kom þá í ljós að þær höfðu reynzt full­fíngra­langar víðar í búðum borg­ar­innar. DB var í morgun kunn­ugt um nokkrar fleiri verzl­anir þar sem lög­reglan hefur komið… [Lesa meira]

Olía, íslam og kjarnorkuúrgangur: Á ferð um „stan“-löndin í Mið-Asíu

Vídjó

Í BBC þáttar­öð­inni Meet the Stans frá árinu 2003 ferð­ast breski sjón­varps­mað­ur­inn Simon Reeve um fjögur fyrrum sov­ét­lýð­veldi í Mið-​​Asíu: Kasakstan, Kirgisistan, Tadsjikistan og Úsbekistan.

 

Fæstir vita mikið um þessi fátæku, afskekktu og landl­uktu ríki. Þau voru eitt sinni mik­il­vægur áfanga­staður á Silkiveginum svo­kall­aða sem á miðöldum rann frá Kína til Evrópu gegnum fornu borg­ina Samarkand, en hún er í dag… [Lesa meira]

Gömul heimildarmynd um sögu New York-borgar

Vídjó

Þessi merki­lega gamla heim­ild­ar­mynd frá árinu 1946 heitir New York: Story of a City og rekur sögu New York-​​borgar í Bandaríkjunum.

 

Fjallað er um kaupin á Manhattan-​​eyju frá indjánum árið 1626 fyrir smá­pen­inga og sagt frá þeim tíma þegar borgin var hol­lensk nýlenda og hét New Amsterdam. Englendingar tóku borg­ina með valdi árið 1664 í atökum sínum við Holland… [Lesa meira]

Robert Z‘Dar: Maðurinn með kjálkann

Þeir sem áttu það til að sækja sér afþrey­ingu úr hundraðkalla­rekk­anum á mynd­banda­leigum bæj­ar­ins, ein­hvern tím­ann fyrir alda­mót, hafa vafa­laust rambað á bíó­mynd með mann­inum með kjálk­ann ógur­lega, Robert Z‘Dar.

 

Ungur Robert Z'dar.

Ungur Robert Z’Dar.

Svo sterkir eru and­lits­drættir Z’Dar að þeir sem hafa einu sinni séð honum bregða fyrir, gleyma því aldrei. Sterkbyggður lík­am­inn, ríf­lega… [Lesa meira]

„The Great War“: Horfið á fræga heimildarþætti BBC frá 1964 um fyrra stríð

Vídjó

Árið 1964 voru 50 ár liðin frá upp­hafi fyrri heims­styrj­aldar og breska rík­is­út­varpið BBC fram­leiddi af því til­efni vand­aða þáttaröð um stríðið í sam­vinnu við CBC frá Kanada og ABC frá Ástralíu.

 

Í þátt­unum, sem eru 26 tals­ins og um það bil 40 mín­útur að lengd, er birt gíf­ur­lega mikið af mynd­efni frá 1914 til 1918.… [Lesa meira]

Var risafuglinn Rok til í alvöru?

Í fornum sögum frá Indlandshafi segir frá risa­stórum fugli sem réð­ist á menn og gat borið skepnur á stærð við fíla og nas­hyrn­inga í klóm sínum. Þetta voru þjóð­sögur af fugl­inum Rok.

 

Í fimmtu sjó­ferð Sinbaðs sæfara, sem sagt er frá í sagna­bálk­inum Þús­und og einni nótt, lenti Sinbað ásamt mönnum sínum á eyði­legri strönd lít­illar eyjar. Þar komu þeir auga á risa­stórt egg sem Sinbað taldi til­heyra… [Lesa meira]

Dvergabrúðkaup Péturs mikla

Dvergvaxið fólk hefur frá alda öðli hlotið illa með­ferð. Á 17. og 18. öld var dverg­vaxið fólk algeng sjón við hirðir kon­unga í Evrópu. Pétur mikli Rússakeisari tók þennan sið upp á sína arma og hélt sér­stakt dverga­brúð­kaup þar sem áhorf­endur skemmtu sér og klöpp­uðu á meðan drukknir dvergar slógust.

 

Pétur mikli Rússakeisari ríkti frá 1682 til dauða­dags árið 1725. Hann gaf sjálfum sér titil­inn… [Lesa meira]

Heimildarmynd: Sovéski herinn í Afganistan 1989

„Þessi heim­ild­ar­mynd er Glasnost tilraun.“

 

Svo mælti Serebrov hers­höfð­ingi þegar hann leyfði banda­rísku og bresku kvik­mynda­gerð­ar­mönn­unum Jeff Harmon og Alexander Lindsay að festa á filmu starf­semi sov­éska hers­ins í Afganistan síð­ustu vik­urnar áður Sovétmenn drógu her­deildir sínar var­an­lega út úr landinu.

 

Þetta var í febrúar árið 1989, en sov­éska stríðið í Afganistan hafði þá staðið í tíu ár og kostað yfir milljón manns lífið. Upptökin á afskiptum Sovétmanna má rekja til komm­ún­ista­stjórnar Afganistans,… [Lesa meira]