Sáluhjálp Le Corbusier: Einstakar rústir í skoskri sveit

Þessi grein fjallar um rústir einstakrar byggingar í skoskri sveit, Prestaskóla Péturs Postula (e. St. Peter’s Seminary). Út af fyrir sig eru rústirnar stórmerkilegar, og áhugaverðar einvörðungu frá sjónarhóli arkitektúrs, en þegar betur er að gáð leynast áhugaverðar staðreyndir á bak við sögu þeirra sem varpa ljósi á þróun trúarbragða í nútímanum og hlutverk borgarskipulags þegar kemur að velferð íbúa.

 

Prestaskólinn… [Lesa meira]

Föðurland: Hvað ef Hitler hefði sigrað?

Skáldsagan Föðurland (Fatherland) eftir Robert Harris kom út 1993 í íslenskri þýðingu Guðbrands Gíslasonar. Bókin fylgir „hvað ef?“-forminu. Hún spyr hvað hefði gerst ef Adolf Hitler og Þýskaland nasismans hefði sigrað í síðari heimsstyrjöldinni. Árið 1994 gerði HBO sjónvarpsmynd byggða á bókinni.… [Lesa meira]

Leiðir til að sjá: Frábær heimildarmynd um myndlist eftir John Berger

Vídjó

Breski listrýnirinn og rithöfundurinn John Berger lést árið 2017, níræður að aldri.

Hann er líklega frægastur fyrir heimildarþáttaröðina „Ways of Seeing“ sem hjá BBC árið 1972. Í þáttunum, sem eru fjórir talsins, dregur Berger á snilldarlegan hátt fram hvernig fólk horfir á listaverk sögunnar út frá ólíkum sjónarhóli á hverjum tíma. Berger gaf síðar út… [Lesa meira]

Rafmögnuð Reykjavík: Heimildarmynd um sögu raftónlistar á Íslandi

Heimildarmyndin Rafmögnuð Reykjavík rekur sögu raf- og danstónlistar á Íslandi.

Raftónlist er ekki lengur jaðarfyrirbæri í dag og er spiluð á vinsælustu skemmtistöðum Reykjavíkur. En fyrir þrjátíu árum var slík tónlist nokkurs konar neðanjarðarstarfsemi sem breiddist hratt út á meðal ungs fólks á meðan eldri kynslóðir klóruðu sér í kollinum.

Í þessari mynd frá 2008, sem Arnar Jónasson leikstýrði, eru viðtöl við… [Lesa meira]

Stalín á Hellisheiði

Blómey Stefánsdóttir (1914-1997) og Óskar Magnússon (1915-1993) með mynd þeirra af Jósef Stalín. Hjónin bjuggu í torfkofa á Hellisheiði frá 1973 til 1984 og ófu myndir af stjórnmálamönnum, þjóðskáldum og fleiri hetjum. Stalín var í sérstöku uppáhaldi. Um þessa alþýðulistamenn á sviði vefnaðar má til dæmis lesa í bók Ásdísar Höllu Bragadóttur, Tvísaga: móðir, dóttir, feður, en Blómey var… [Lesa meira]

Draumkenndar rúmfræðimyndir Lorenz Stöer, 1567

Lorenz Stöer var teiknari sem bjó í Nürnberg á 16. öld. Hann skildi eftir sig merkilega kennslubók sem út kom um 1567. ‘Geometria et Perspectiva’ inniheldur 11 tréskurðarmyndir sem ætlaðar voru sem sýnidæmi fyrir listamenn sem stunduðu skreytingar á byggingum og húsgögnum. Teikningarnar eru undarlega nútímalegar og sýna draumkenndar senur þar sem rúmfræðileg form birtast innan um rústir fornra bygginga.

Frekari upplýsingar… [Lesa meira]