Fyrsti þáttur Lemúrsins hjá Kjarnanum: Ferðalag til Umskurðarhöfða

Fyrsti hlaðvarpsþáttur Lemúrsins hjá Kjarnanum er kominn í loftið! Þátturinn verður á dagskrá á sunnudagsmorgnum.

 

Lemúrinn er fastur á kaldri eyðieyju í Suður-Atlantshafi. Hann hefur ekkert fyrir stafni nema að glugga í skrýtnar sögur um furðulegar smáeyjar.

 

Hann kynnir sér ráðgátu um yfirgefinn árabát sem fannst á Bouvet-eyju, norskri nýlendu í Suður-Atlantshafi, afskekktustu eyju heims. Hún bar eitt sinn hið fremur… [Lesa meira]

Umdeildir músaveiðarar ríkisins: Kettirnir í Downing-stræti

Um þessar mundir berast fregnir frá Bretlandi þar sem menn hafa vikum saman keppst um að fá að búa og starfa við Downing-stræti 10 í Lundúnum. Allt það karp er þó nokkuð ómerkilegt — þar sem eins og allir vita eru það kettir sem sinna mikilvægustu störfunum í Downing-stræti.

 

Nokkuð er nefnilega um músagang í Downing-stræti — þar er í raun mjög… [Lesa meira]

Berlín í júlí 1945 í lit

Sólin skín, enda er hásumar og margir Berlínarbúar njóta veðursins, fækka kannski fötum og horfa til himins. En borgin sjálf eru rústir einar því þetta er í júlí 1945 þegar örfáar vikur eru frá ósigri Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni. Berlín var sprengd í tætlur af flugvélum bandamanna og stórskotaliði Sovétmanna.

 

Það er stórmerkilegt að bera myndbandið, sem við sjáum hér fyrir… [Lesa meira]

William H. Macy, mesti lúser kvikmyndasögunnar

Vídjó

Í þessu skemmtilega myndbandi sjáum við stórleikarann William H. Macy, sem leikið hefur í mörgum frábærum kvikmyndum, niðurlægðan á ótal vegu í 27 ólíkum myndum. Macy fer oftast með hlutverk lúsera og aumingja. Fáir leikarar hafa verið niðurlægðir oftar.

 

Klippurnar eru úr eftirtöldum kvikmyndum:

 

The Last Dragon (1985) Homicide (1991) Being Human (1994) Oleanna (1994) Roommates (1995) Mr. Holland’s Opus (1995) Fargo… [Lesa meira]

Áróðursmálaráðuneytið: Írsk karlmennska að veði

Írsk kona með riffil í hönd bendir í áttina að Belgíu í logum og spyr karlmann „Ætlar þú að fara, eða mun ég neyðast til þess?“ Áróðursmynd þessi birtist á opinberum stöðum í Írlandi skömmu eftir að fyrri heimsstyrjöldin braust út haustið 1914. Höfundur er ókunnur.

 

Írland allt heyrði á þessum tíma undir Stóra-Bretland. Rúmlega tvö hundruð þúsund Írar, bæði mótmælendur og kaþólskir, hlýddu kalli breska ríkisins og skráðu sig… [Lesa meira]

Barnsfæðing árið 1490

Í skjalasöfnum leynast margir stórkostlegir hlutir. Fyrir ekki svo mörgum árum fannst skjal á Spáni sem er einstakt á heimsvísu. Það lýsir barnsfæðingu hefðarkonu árið 1490. Þetta er heimild sem veitir innsýn í ótal hliðar daglegs lífs á miðöldum, sem alla jafna eru okkur glataðar. En umfram allt þá slær hún mann út af laginu, allt við heimildina er stórfurðulegt… [Lesa meira]