Barnsfæðing árið 1490

Í skjalasöfnum leynast margir stórkostlegir hlutir. Fyrir ekki svo mörgum árum fannst skjal á Spáni sem er einstakt á heimsvísu. Það lýsir barnsfæðingu hefðarkonu árið 1490. Þetta er heimild sem veitir innsýn í ótal hliðar daglegs lífs á miðöldum, sem alla jafna eru okkur glataðar. En umfram allt þá slær hún mann út af laginu, allt við heimildina er stórfurðulegt… [Lesa meira]

„Ýkt stuð“: Fórst þú á Rage Against the Machine í Kaplakrika?

„Við útgöngudyrnar stóðu nokkrir foreldrar að sækja börn sín og margir ansi þungbrýndir, enda komu flestir skjögrandi og ringlaðir út, en hjá velflestum var það bara af gleðivímu og allir úrvinda eftir magnaða tónleika, eða eins og ung stúlka sagði dösuð við vinkonu sína í tröppunum á leið út: „Ýkt stuð“.“

 

Svona lýsti Árni Matthíasson, rokkblaðamaður á Morgunblaðinu, því þegar… [Lesa meira]

Lúinn lemúr

Frétt í 24 stundum þann 23. febrúar 2008:

 

Lúinn lemúr Á aðfangadag síðastliðinn fæddist þessi lemúrungi í Vincennes-dýragarðinum í París. Hann er einn 20 einstaklinga sinnar tegundar sem lifa í evrópskum dýragörðum, en úti í náttúrunni er þá aðeins að finna í norðvesturhluta… [Lesa meira]

Makaskipti og ólifnaður í Mánudagsblaðinu

Það er viðeigandi á þessum ágæta miðvikudegi í aðdraganda heilagra páska að rifja upp Mánudagsblaðið, sem hlýtur að vera með athyglisverðari fyrirbærum íslenskrar fjölmiðlasögu en heyrist ekki oft getið í dag. Mánudagsblaðið var vikurit sem kom út í Reykjavík í frá 1948 til 1982, fyrst á mánudögum en síðar á… [Lesa meira]

The Mayfair Set: Fjórar sögur um valdabreytingar í Bretlandi á eftirstríðsárunum

Vídjó

„We are concerned with making money. That is what we are trying to do.“

 

Bretinn Adam Curtis hefur gert fjölmarga skemmtilega og fróðlega heimildarþætti í gegnum árin. Lesendur kannast ef til vill við þáttaraðir hans The Trap, The Power of Nightmares og Century of the Self, svo eitthvað sé nefnt.

 

The Mayfair Set frá árinu 1999 eru merkilegir heimildarþættir… [Lesa meira]

„Ólafs-Ragnars-borg“: Verður Astana, höfuðborg Kasakstan, nefnd eftir forseta landsins?

Árið 1997 var Astana gerð að höfuðborg Miðasíu-ríkisins Kasakstan. Höfuðstaðurinn var fluttur frá Almaty, borg í suðurhluta landsins, inn í miðju landsins. Astana liggur á steppu þar sem fimbulkuldi ríkir á veturna og miklir hitar verða á sumrin.

 

Eitt helsta kennileiti borgarinnar er 30 þúsund fermetra pýramídi sem breski arkitektinn Sir Norman Foster hannaði og nefnist Höll friðar og sáttar. Við… [Lesa meira]