Töff ljóðakvöld: Dennis Hopper les „Ef…“ eftir Kipling í þætti Johnny Cash

Vídjó

Árið 1970 kom Dennis Hopper fram í sjónvarpsþætti kántríkóngsins Johnny Cash og flutti ljóðið „If—“ eftir Rudyard Kipling.

 

Leikarinn, leikstjórinn og þúsundþjalasmiðurinn Dennis Hopper (1936-2010) var einn af áhrifamestu listamönnum Bandaríkjanna á síðustu öld. Árið 1969 gerði hann Easy Rider, gríðarlega áhrifamikla mynd sem endurspeglaði menningu og viðhorf ungs fólks vestanhafs.

 

Hér er ljóðið… [Lesa meira]

Köttur tekur ljósmynd, 1909

Köttur tekur ljósmynd af börnum. Ljósmynd eftir Joseph C.… [Lesa meira]

Elizabeth Taylor sem íranskur hipster árið 1976

Árið er 1976, þremur árum fyrir lok byltingarinnar sem breytti Íran í íslamskt lýðveldi. Þá var Íran enn keisaradæmi þar sem Mohammad Reza Pahlavi sat á valdastóli í krafti stuðnings Bandaríkjanna. Í raun fór leyniþjónusta Bandaríkjanna með öll völd í landinu, allt frá því að hún hafði steypt lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn Mohammad Mosaddegh af stóli árið 1953.

 

Lífið í skugga bandarískra… [Lesa meira]

„Gamalt hvítt fólk á fylleríi“: Veisluhöld afa og ömmu á gömlum spólum

Vídjó

Reddit-notandinn lesmullet setti þetta myndband inn á Reddit með þessum orðum: „Eiginmaðurinn notaði gömul þögul myndskeið frá afa sínum og ömmu og skeytti saman við hip hop-tónlist.“

 

Tónlistin er „Black And Yellow“ með Wiz… [Lesa meira]

Mýrarboltinn fyrst leikinn með handboltareglum?

Þetta hefur líklega verið árið 1962. Kristján Pétur Kristjánsson var í sumarfríi frá Menntaskólanum á Akureyri og gisti í foreldrahúsum á Ísafirði. Hann hafði nýverið byrjað að leika sér að taka litmyndir og smellti þessari af handboltaleik á Sjúkrahússtúninu á Ísafirði.

 

Kristján birti myndina nýlega í hópnum Ísafjörður og Ísfirðingar á Facebook. Fólk þar var fljótt að greina að rætur… [Lesa meira]

Sá ljóti og fótkaldi: Egill Skallagrímsson misgreindur?

Egill Skallagrímsson var hræðilega ljótur, sjóndapur, fótkaldur, kvalinn og með lélegt jafnvægisskyn. Þessi einkenni hafa lengi verið tengd Paget-sjúkdómnum sem hann er talinn hafa þjáðst af. En læknir í Ástralíu er ekki sammála, og heldur að Egill hafi þjáðst af öðrum arfengum sjúkdómi. Sú sjúkdómsgreining gæti einnig skýrt af hverju síðarnefndi sjúkdómurinn er algengur meðal Búa í Suður-Afríku.

 

Um þessar mundir… [Lesa meira]

Buzludzha, niðurnídda minnismerki kommúnismans í Búlgaríu

Buzludzha minnismerkið var reist af ríkisstjórn Búlgaríu árið 1981 í tilefni af hundrað ára afmæli kommúnistaflokksins þar í landi. Það stendur á samnefndum tindi 1441 metra fjalls í um 200 km fjarlægð frá Sofíu, höfuðborg landsins, skammt frá vígvelli þar sem búlgarskir uppreisnarmenn börðust við hersveitir Ottóman-veldisins á 17. öld.

 

Árið 1891 funduðu stofnendur sósíaldemókrataflokks Búlgaríu á Buludzha-tindi, en sá flokkur var fyrirrennari… [Lesa meira]

Chewbacca úr Stjörnustríðsmyndunum átti upphaflega að vera lemúr

Þegar George Lucas, skapari Stjörnustríðsmyndanna, bað listamanninn Ralph McQuarrie um að hanna Chewbacca, eða Loðinn eins og hann var kallaður í íslenskri þýðingu, sagði hann honum að teikna veru sem líktist lemúr.

 

Fyrstu teikningar McQuarries sýndu Loðinn, svo við notumst við íslensku þýðinguna, sem stórvaxinn mannapa með risastór augu og eyru sem sköguðu beint upp í loftið.

 

… [Lesa meira]

„Svínið skal hengt af böðlinum“: Þegar réttað var yfir dýrum

„Oss hryllir við þessum skelfilega glæp og í máli þessu dæmum vér, sakfellum og fyrirskipum að svínið, sem hefir nú verið handtekið og haldið er föngnu í klaustrinu, skuli hengt af böðlinum og kyrkt til dauða í gálganum á aftökustað, öðrum víti til varnaðar.“

 

Svo hljómaði úrskurður dómarans við réttarhöld nokkur árið 1494, í klaustrinu Saint Martin de Laon í Frakkland.… [Lesa meira]

Lemúrinn þriggja ára!

Lemúrinn var stofnaður 8. október 2011 og er því þriggja ára í dag! Ritstjórn þakkar frábærar viðtökur síðastliðin ár.

 

Margt hefur gerst á árinu. Við höfum gert nokkrar umbætur á vefnum: Lesendur geta nú skoðað greinar eftir löndum á Lemúrskortinu, og farið á tímaflakk á Tímalínu Lemúrsins. Þá er Greinasafnið betra í sniðum og nýir pennar hafa gengið… [Lesa meira]

Sundlaugin í Moskvu, 1965

Fólk við Moskva basseyn, sundlaugina í Moskvu, 1965.  Á árunum 1960 til 1994 gátu Moskvubúar státað sig af stærstu útisundlaug heims.  Lemúrinn hefur áður fjallað í löngu máli um tilkomu laugarinnar, sem stóð á grunni Dómkirkju Krists frelsara, en það var stærsta rétttrúnaðarkirkjubygging heims þar til bolsévikar sprengdu hana í loft… [Lesa meira]

Leðurblakan, 22. þáttur: Blýgrímurnar

Í ágúst árið 1966 fundust lík tveggja rafmagnsverkfræðinga í rjóðri efst á hæð nokkurri í grennd við Ríó de Janeiro í Brasilíu.

 

Mennirnir voru báðir klæddir í snyrtileg jakkaföt og regnkápur utan yfir, með undarlegur grímur úr blýi fyrir andlitunun.

 

Engin leið var að segja til um hvers vegna mennirnir hefðu látið lífið — á þeim voru engir áverkar og engin merki… [Lesa meira]