Geimferjan á Íslandi

Geimferjan Enterprise á Íslandi í maí 1983. (Mynd: NARA) Lemúrinn hefur áður fjallað um þessa heim­sókn… [Lesa meira]

Fáðu níunda áratuginn beint í æð með Miklagarðstíðindum

Verslun Miklagarðs í Holtagörðum í Reykjavík var stærsta verslun lands­ins á níunda ára­tugnum. Mikligarður opn­aði 1983 og lok­aði tíu árum síðar þegar fyr­ir­tækið varð gjaldþrota.

 

Skoðum bæk­ling frá Miklagarði frá 1985. Sverrir Guðmundsson sendi LEMÚRNUM þessar merki­legu minjar frá níunda ára­tugnum. Smellið á úrklipp­urnar til að sjá þær í betri gæðum.

 

mikligardur-2-ara

 

mikligardur-albani-ol… [Lesa meira]

Vitra svínið Toby spilar á spil og les hugsanir

„TOBY — viti­borna svínið, eini fræð­ingur sinnar teg­undar í heiminum.

 

Þetta ótrú­lega dýr stafar og les, reiknar, spilar á spil, segir hvaða manni sem er hvað klukkan er upp á mín­útu á þeirra eigin úri.

 

Og það sem undra­verð­ast er, hann les hugs­anir manna.“

 

Þess­ari aug­lýs­ingu var dreift í Lundúnum um 1817. Vitiborin eða „lærð svín“ nutu nokk­urra vin­sælda á fjöl­leika­sýn­ingum í Evrópu og Bandaríkjunum á ofan­verðri átjándu öld og þeirri nítj­ándu, sér í lagi í Bretlandi,… [Lesa meira]

Keflavík, 1804

Hér sjáum við teikn­ingu af Keflavík árið 1804, eftir danska korta­gerð­ar­mann­inn Poul de Løvenørn. Staðurinn sést hér utan af vík­inni. Elstu hús Jacobæusar eru lengst til hægri, en myndin er frekar óná­kvæm þar sem víkin er miklu breið­ari en Vatnsnesið til vinstri gefur til kynna.

 

Heimild: … [Lesa meira]

Nasista-swinghljómsveitin Charlie and his Orchestra

Í Þýskalandi nas­ism­ans var hin nýja swing– og djass­tónlist litin horn­auga af ráða­mönnum og talin sér­lega úrkynjuð þar sem hún átti upp­tök sín í menn­ingu blökku­fólks í Bandaríkjunum. Slík tónlist var kölluð Negermusik. Hún þótti alls ekki við hæfi „arískra“ Þjóð­verja, og fékk litla spilun þar í landi eftir að nas­istar komust… [Lesa meira]

Rækjukaupmaður byggði eftirlíkingu af Höfða í Japan

Ísland var nafli alheims­ins í nokkra daga þegar leið­toga­fund­ur­inn fór fram í Reykjavík í októ­ber 1986. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhaíl Gorbatsjov, aðal­rit­ari Sovétríkjanna, fund­uðu í Höfða við Borgartún.

 

Japanska rækju­kaup­mann­inum og Íslands­vin­inum Sakuhana fannst við­burð­ur­inn svo merki­legur að hann hann reisti nákvæma eft­ir­lík­ingu af Höfða á heima­slóðum sínum í Hyogo í Japan.

 

Morgunblaðið birti mynd­ina sem við sjáum hér að ofan í sept­em­ber 1990 (og LEMÚRINN end­ur­birtir hana með bessa­leyfi). Kristinn Pálsson tók… [Lesa meira]

„Stórhættulegt að kyssa í loðkápu aðra mínútuna og léttklæddur þá næstu“

Þessi grein birt­ist í Heimilisritinu árið 1957:

 

„Reglur um kossa Þessar reglur um kossa birt­ust nýlega í enskri bók:

 

1. Í sam­kvæmi, þar sem kossa­leikir eru tíðk­aðir, ber að gæta þess að skola munn­inn oft og vel. 2. Gætið þess að verða ekki fyrir snöggum hita­breyt­ingum, er þið kyssið. 3. Kyssið ekki á fjöl­förnum stöðum. 4. Það er stór­hættu­legt að kyssa í loðkápu aðra mín­út­una og létt­klæddur þá næstu. 5. Kyssið ekki… [Lesa meira]

Fyrsta Tarzan-öskur kvikmyndasögunnar var aumt

Vídjó

Þöglu­mynda­leik­ar­inn Elmo Lincoln fór með titil­hlut­verkið í fyrstu kvik­mynd­inni um Tarzan sem gerð var árið 1918. Nokkrum ára­tugum síðar kom hann fram í sjón­varps­þætti og lék öskrið úr mynd­inni eftir. En nú var hljóðið komið til sög­unnar og öskrið reynd­ist afar veikt.

 

Lincoln var einn þeirra leik­ara sem misstu fót­anna eftir að hljóðið kom til sög­unnar. Þegar þögla­tím­anum… [Lesa meira]

Atvinnuleit um 1930

Kreppan mikla hófst með algeru verð­hruni í kaup­höll­inni í New York í lok októ­ber árið 1929 og fór svo eins og felli­bylur um landið og svo um allan heim.

 

Í Bandaríkjunum lam­að­ist iðn­að­ar­starf­semi. Milljónir manna misstu vinn­una og höfðu lítið sem ekk­ert á milli handanna.

 

Kreppan hafði áhrif langt fram á fjórða ára­tug­inn. Á meðan jafn­vægi fór að kom­ast á í borgum var enn mikil fátækt í innsveitum og… [Lesa meira]

Górillan og kattareigandinn Kókó syrgir vin sinn Robin Williams

Ein þekkt­asta vin­kona Robin Williams, leik­ar­ans frá­bæra sem nú er fall­inn frá, syrgir vin sinn. 

 

Kókó er rúm­lega fer­tug gömul gór­illa sem býr á rann­sókn­ar­stöð í Woodside í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Hún hefur birst á for­síðum New York Times og fleiri stór­blaða, um hana hafa verið gerðar tvær heim­ild­arkvik­myndir og skrif­aðar margar bækur.

 

Hún hefur öðl­ast mikla frægð vegna þess að hún er sögð kunna að beita um… [Lesa meira]

Robin Williams á bak við tjöldin í gegnum tíðina

Leikarinn Robin Williams (1951–2014) lék í mörgum frá­bærum myndum á ferl­inum. Hér sjáum við hann baksviðs við tökur á sumum… [Lesa meira]

Íslenskir nasistar: „Varist kommúnista og vinnið gegn þeim hvar sem er, það er skylda allra sannra Íslendinga!“

LEMÚRINN komst nýlega yfir þetta merki­lega skeyti, sem fannst innan um blað­síð­urnar í gam­alli bók á heim­ili á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Í pés­anum eru Íslend­ingar hvattir til að minn­ast „vík­inga­eðlis“ síns og láta ekki „skríl­menn­ingu“ komm­ún­ista eyði­leggja heiður þjóðarinnar.

 

Ekki er farið spar­lega með stóru orðin. Kommúnisminn er sagður gera „menn að villi­dýrum, sem ein­göngu þjóna dýrs­legum fýsnum sínum, og að and­legum og lík­am­legum aum­ingjum“. Íslend­ingar eru sagðir „afkom­endur nor­rænu… [Lesa meira]