Gömul heimildarmynd um sögu New York-borgar

Vídjó

Þessi merki­lega gamla heim­ild­ar­mynd frá árinu 1946 heitir New York: Story of a City og rekur sögu New York-​​borgar í Bandaríkjunum.

 

Fjallað er um kaupin á Manhattan-​​eyju frá indjánum árið 1626 fyrir smá­pen­inga og sagt frá þeim tíma þegar borgin var hol­lensk nýlenda og hét New Amsterdam. Englendingar tóku borg­ina með valdi árið 1664 í atökum sínum við Holland… [Lesa meira]

Robert Z‘Dar: Maðurinn með kjálkann

Þeir sem áttu það til að sækja sér afþrey­ingu úr hundraðkalla­rekk­anum á mynd­banda­leigum bæj­ar­ins, ein­hvern tím­ann fyrir alda­mót, hafa vafa­laust rambað á bíó­mynd með mann­inum með kjálk­ann ógur­lega, Robert Z‘Dar.

 

Ungur Robert Z'dar.

Ungur Robert Z’Dar.

Svo sterkir eru and­lits­drættir Z’Dar að þeir sem hafa einu sinni séð honum bregða fyrir, gleyma því aldrei. Sterkbyggður lík­am­inn, ríf­lega… [Lesa meira]

„The Great War“: Horfið á fræga heimildarþætti BBC frá 1964 um fyrra stríð

Vídjó

Árið 1964 voru 50 ár liðin frá upp­hafi fyrri heims­styrj­aldar og breska rík­is­út­varpið BBC fram­leiddi af því til­efni vand­aða þáttaröð um stríðið í sam­vinnu við CBC frá Kanada og ABC frá Ástralíu.

 

Í þátt­unum, sem eru 26 tals­ins og um það bil 40 mín­útur að lengd, er birt gíf­ur­lega mikið af mynd­efni frá 1914 til 1918.… [Lesa meira]

Var risafuglinn Rok til í alvöru?

Í fornum sögum frá Indlandshafi segir frá risa­stórum fugli sem réð­ist á menn og gat borið skepnur á stærð við fíla og nas­hyrn­inga í klóm sínum. Þetta voru þjóð­sögur af fugl­inum Rok.

 

Í fimmtu sjó­ferð Sinbaðs sæfara, sem sagt er frá í sagna­bálk­inum Þús­und og einni nótt, lenti Sinbað ásamt mönnum sínum á eyði­legri strönd lít­illar eyjar. Þar komu þeir auga á risa­stórt egg sem Sinbað taldi til­heyra… [Lesa meira]

Dvergabrúðkaup Péturs mikla

Dvergvaxið fólk hefur frá alda öðli hlotið illa með­ferð. Á 17. og 18. öld var dverg­vaxið fólk algeng sjón við hirðir kon­unga í Evrópu. Pétur mikli Rússakeisari tók þennan sið upp á sína arma og hélt sér­stakt dverga­brúð­kaup þar sem áhorf­endur skemmtu sér og klöpp­uðu á meðan drukknir dvergar slógust.

 

Pétur mikli Rússakeisari ríkti frá 1682 til dauða­dags árið 1725. Hann gaf sjálfum sér titil­inn… [Lesa meira]

Heimildarmynd: Sovéski herinn í Afganistan 1989

„Þessi heim­ild­ar­mynd er Glasnost tilraun.“

 

Svo mælti Serebrov hers­höfð­ingi þegar hann leyfði banda­rísku og bresku kvik­mynda­gerð­ar­mönn­unum Jeff Harmon og Alexander Lindsay að festa á filmu starf­semi sov­éska hers­ins í Afganistan síð­ustu vik­urnar áður Sovétmenn drógu her­deildir sínar var­an­lega út úr landinu.

 

Þetta var í febrúar árið 1989, en sov­éska stríðið í Afganistan hafði þá staðið í tíu ár og kostað yfir milljón manns lífið. Upptökin á afskiptum Sovétmanna má rekja til komm­ún­ist­alepp­stjórnar Afganistans,… [Lesa meira]

Heimildarmynd segir frá afskiptum Frakka af fyrrum Afríkunýlendum

Langt fram á 20. öld var Frakkland nýlendu­veldi og réði um tíma yfir megn­inu af Norðvestur-​​Afríku, þar sem nú eru m.a. ríkin Mali, Chad, Gabon, Fílabeinsströndin, Mið-​​Afríkulýðveldið, Máritanía og Senegal. Upp úr 1950 fengu mörg þessi ríki sjálf­stæði en frönsk afskipti héldu áfram á bak við tjöldin. Fyrir til­stilli Frakka komust hlýðnir ein­ræð­is­herrar til valda sem tryggðu Frakklandi áfram­hald­andi aðgang að auð­lindum… [Lesa meira]

Kettirnir sem börðust í fyrri heimsstyrjöld

Um þessar mundir eru hundrað ár liðin frá því að fyrri heims­styrj­öldin braust út. Þess­ara tíma­móta er minnst með ýmsum hætti víða um heim — og sér í lagi minn­umst við þess gíf­ur­lega og sorg­lega mann­falls sem styrj­öldin hafði í för með sér, en hún varð um níu milljón manns að bana.

 

Þó er einnig vel við hæfi að minn­ast annarra — til að mynda… [Lesa meira]

Bandarískir hermenn af japönskum uppruna í seinni heimsstyrjöld

Hér sést 442. her­deild Bandaríkjahers marsera eftir vegi í Norður-​​Frakklandi árið 1944 í síð­ari heims­styrj­öld. Allir her­menn þess­arar her­deildar voru af japönsku bergi brotnu, en stríð geis­aði þá milli Bandaríkjanna og Japan og fjöl­margir Bandaríkjamenn af japönskum upp­runa voru á þessum tíma geymdir í fanga­búðum. Æðstu ráða­menn í Bandaríkjaher gættu þess að senda þessa her­menn ein­ungis… [Lesa meira]

Lemúr nefndur í höfuðið á John Cleese

Lemúrinn hefur áður fjallað um breska grín­leik­ar­ann John Cleese og sér­legt dálæti hans á lemúrum. Cleese hefur meðal ann­ars gert heim­ild­ar­mynd um lemúra þar sem vakin er athygli á hætt­unni sem steðjar að þessum furðu­legu frændum manns­ins. Auk þess gegnir hrin­grófu­lemúr til­komu­miklu hlut­verki í Fierce Creatures, kvik­mynd hans… [Lesa meira]

Víglínur fyrri heimsstyrjaldar frá degi til dags

Vídjó

Um það bil hundrað ár eru nú liðin frá því að fyrri heims­styrj­öldin braust út. Styrjöldin varð níu milljón manns að bana og hafði afger­andi áhrif á fram­vindu evr­ópu­sög­unnar á tutt­ug­ustu öld.

 

Lemúrinn hefur áður birt mynd­band sem sýnir víg­línur seinni heims­styrj­aldar frá degi til dags. Hér sjáum við hins vegar mynd­band sem gerir það sama fyrir víg­línur… [Lesa meira]

Eyðimerkurregnfroskurinn

Vídjó

Eyðimerkurregnfroskurinn, Breviceps macrops, býr í þurr­lendi Suðvestur-​​Afríku. Froskurinn er virkur á næt­urnar og nær­ist þá á bjöllum, fiðr­ildum og lirfum. Þegar sólin rís grefur hann sig niður í rakan sand og felur sig þar yfir dag­inn. Eins og sést í mynd­band­inu gefur hann frá sér afar sér­kenni­leg hljóð.

 

Tegundin er talin vera… [Lesa meira]