Djammviskubit um aldamótin 1900

Sumir þekkja þessa tilfinningu: Að dröslast skömmustulegur á fætur eftir óhóflega neyslu áfengra drykkja. Timburmenn hefja störf og með þeim hellist yfir kvíði og eftirsjá. Og samviskubit. Hvað gerði ég af mér? Hvað var ég að röfla aftur? Og við hvern?

 

Djammviskubit er skemmtilegt nýyrði sem margir eru farnir að nota um akkúrat þetta. Þessi tilfinning er líklega mjög algeng á Íslandi miðað… [Lesa meira]

„Lævirkinn þenur vængi sína hátt í heiðlofti“: Ljóð eftir 16 ára gamlan Stalín

Stalín var fæddur árið 1878 í Georgíu. Þegar hann var 16 ára prestaskólanemi orti hann eftirfarandi ljóð. Arnheiður Sigurðardóttir þýddi:

 

Frá Georgíu

 

Rósahnappurinn er að ljúkast upp og bláklukkurnar líka allt umhverfis hann. Hið fölva írisblóm er einnig vaknað – og öll kinka þau kolli í andvaranum.

 

Lævirkinn þenur vængi sína hátt í heiðlofti – kvakar hann og syngur. Næturgalinn kveður kyrrum rómi – syngur heitu hjarta:

 

„Megir þú blómgast,… [Lesa meira]

Skemmdarverk á skrifstofunni: Úr leynilegum leiðbeiningum bandarísku leyniþjónustunnar

Ímyndaðu þér, ágæti lesandi, að árið sé 1944, og þú sért starfsmaður á skrifstofu þýska efnarisans IG Farben í Frankfurt. Þó þú sért bara skrifstofumaður ertu nokkuð fríþenkjandi og hefur gert þér grein fyrir því að málstaður Þjóðverja í heimsstyrjöldinni er óverjandi.

 

En þú ert jú bara skrifstofumaður, svo þú ferð leynt með andóf þitt, segir ekki sálu frá og reynir… [Lesa meira]

Górillan Kókó leikur sér við kettlinga á 44 ára afmælisdeginum

Vídjó

Kókó er rúmlega fertug górilla sem býr á rannsóknarstöð í Woodside í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Hún hefur birst á forsíðum New York Times og fleiri stórblaða, um hana hafa verið gerðar tvær heimildarkvikmyndir og skrifaðar margar bækur.

 

Hin merka Kókó er í miklum metum hjá ritstjórn Lemúrsins og við höfum nokkrum sinnum fjallað um hana.

 

Í… [Lesa meira]

Mikill trúarblær, erótískur undirtónn, eða bara algert ógeð?

Íslenskar riddarasögur eru, eins og allir vita, óþrjótandi uppspretta lestraránægju og lífsgleði. Ein af skemmtilegri sögum úr þeim hópi er Mírmanns saga, sem áður hefur verið fjallað lítillega um í þessu hlaðvarpi Lemúrsins og Kjarnans. Sagan heitir eftir aðalpersónunni Mírmanni, sem er sonur jarlsins Hermanns í Saxlandi og eiginkonu hans Brígíðu frá Ungverjalandi. Eitt af meginviðfangsefnum sögunnar er… [Lesa meira]

Ískonungurinn og albínóarnir sem gerðu Íslendinga æfa

Ætla má að einhverjir þeirra sem lögðu leið sína um Austurstrætið í Reykjavík, laugardaginn 21. júlí 1934, hafi rekið augun í ljósmynd sem hékk í glugga á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins ofarlega í götunni.

 

Kannski söfnuðust jafnvel saman litlir hópar fólks við gluggann, af og til yfir daginn, því þetta var ansi sérkennileg mynd. Við vitum ekki nákvæmlega hvaða mynd þetta var, en… [Lesa meira]