Sá ljóti og fótkaldi: Egill Skallagrímsson misgreindur?

Egill Skallagrímsson var hræðilega ljótur, sjóndapur, fótkaldur, kvalinn og með lélegt jafnvægisskyn. Þessi einkenni hafa lengi verið tengd Paget-sjúkdómnum sem hann er talinn hafa þjáðst af. En læknir í Ástralíu er ekki sammála, og heldur að Egill hafi þjáðst af öðrum arfengum sjúkdómi. Sú sjúkdómsgreining gæti einnig skýrt af hverju síðarnefndi sjúkdómurinn er algengur meðal Búa í Suður-Afríku.

 

Um þessar mundir… [Lesa meira]

Buzludzha, niðurnídda minnismerki kommúnismans í Búlgaríu

Buzludzha minnismerkið var reist af ríkisstjórn Búlgaríu árið 1981 í tilefni af hundrað ára afmæli kommúnistaflokksins þar í landi. Það stendur á samnefndum tindi 1441 metra fjalls í um 200 km fjarlægð frá Sofíu, höfuðborg landsins, skammt frá vígvelli þar sem búlgarskir uppreisnarmenn börðust við hersveitir Ottóman-veldisins á 17. öld.

 

Árið 1891 funduðu stofnendur sósíaldemókrataflokks Búlgaríu á Buludzha-tindi, en sá flokkur var fyrirrennari… [Lesa meira]

Chewbacca úr Stjörnustríðsmyndunum átti upphaflega að vera lemúr

Þegar George Lucas, skapari Stjörnustríðsmyndanna, bað listamanninn Ralph McQuarrie um að hanna Chewbacca, eða Loðinn eins og hann var kallaður í íslenskri þýðingu, sagði hann honum að teikna veru sem líktist lemúr.

 

Fyrstu teikningar McQuarries sýndu Loðinn, svo við notumst við íslensku þýðinguna, sem stórvaxinn mannapa með risastór augu og eyru sem sköguðu beint upp í loftið.

 

… [Lesa meira]

„Svínið skal hengt af böðlinum“: Þegar réttað var yfir dýrum

„Oss hryllir við þessum skelfilega glæp og í máli þessu dæmum vér, sakfellum og fyrirskipum að svínið, sem hefir nú verið handtekið og haldið er föngnu í klaustrinu, skuli hengt af böðlinum og kyrkt til dauða í gálganum á aftökustað, öðrum víti til varnaðar.“

 

Svo hljómaði úrskurður dómarans við réttarhöld nokkur árið 1494, í klaustrinu Saint Martin de Laon í Frakkland.… [Lesa meira]

Lemúrinn þriggja ára!

Lemúrinn var stofnaður 8. október 2011 og er því þriggja ára í dag! Ritstjórn þakkar frábærar viðtökur síðastliðin ár.

 

Margt hefur gerst á árinu. Við höfum gert nokkrar umbætur á vefnum: Lesendur geta nú skoðað greinar eftir löndum á Lemúrskortinu, og farið á tímaflakk á Tímalínu Lemúrsins. Þá er Greinasafnið betra í sniðum og nýir pennar hafa gengið… [Lesa meira]

Sundlaugin í Moskvu, 1965

Fólk við Moskva basseyn, sundlaugina í Moskvu, 1965.  Á árunum 1960 til 1994 gátu Moskvubúar státað sig af stærstu útisundlaug heims.  Lemúrinn hefur áður fjallað í löngu máli um tilkomu laugarinnar, sem stóð á grunni Dómkirkju Krists frelsara, en það var stærsta rétttrúnaðarkirkjubygging heims þar til bolsévikar sprengdu hana í loft… [Lesa meira]

Leðurblakan, 22. þáttur: Blýgrímurnar

Í ágúst árið 1966 fundust lík tveggja rafmagnsverkfræðinga í rjóðri efst á hæð nokkurri í grennd við Ríó de Janeiro í Brasilíu.

 

Mennirnir voru báðir klæddir í snyrtileg jakkaföt og regnkápur utan yfir, með undarlegur grímur úr blýi fyrir andlitunun.

 

Engin leið var að segja til um hvers vegna mennirnir hefðu látið lífið — á þeim voru engir áverkar og engin merki… [Lesa meira]

Keisarinn í The Empire Strikes Back var eiginkona förðunarmeistarans

Vídjó

Í fyrstu Star Wars mynd George Lucas er einungis minnst stuttlega á Palpatine, keisara Veldisins illa. Áhorfendur fengu fyrst að sjá þennan valdamikla Sith-herra í annari kvikmynd þríleiksins, Star Wars Episode V: The Empire Strikes Back, en hún kom út árið 1980. Í henni birtist keisarinn þó aðeins stuttlega, í atriði þar sem hann ávarpar flugumann sinn Svarthöfða gegnum… [Lesa meira]

Leðurblakan, 21. þáttur: Axarmorðin í Villisca

Leðurblakan fjallar um dularfullt morðmál í smábæ í Iowa í Bandaríkjunum árið 1912.

 

Sumarnótt eina braust einhver inn á heimili Moore-fjölskyldunnar í bænum Villisca, og myrti allt heimilisfólkið með exi á hrottalegan hátt.

 

Í gegnum tíðina hafa margir verið grunaðir um glæpinn, allt frá keppinautum fjölskylduföðursins í viðskiptum til grunsamlegra farandpredikara.

 

En nýjustu rannsóknir benda til þess að sannleikurinn í málinu gæti verið… [Lesa meira]

„Alþingi getur ekki látið þetta yfir sig ganga!“ Um stormasamt upphaf textavarpsins á Íslandi

Í dag, 30. september, eru 23 ár liðin síðan Ríkisútvarpið hóf útsendingar textavarps árið 1991. Þessi dagur varð auðvitað fyrir valinu, sem afmælisdagur textavarpsins, vegna þess að þann 30. september 1991 voru jú einnig 25 ár síðan Ríkisútvarpið hóf sjónvarpsútsendingar.

 

Árið 1991 voru þegar liðin hátt í tuttugu ár síðan BBC hóf fyrstu textavarpsútsendingarnar (textavarpið á raunar 40 ára afmæli um þessar mundir),… [Lesa meira]

Mikki mús reynir að svipta sig lífi

Svartur húmor var vinsælt skemmtiefni á fyrri hluta tuttugustu aldar og stórstjörnur á borð við Charlie Chaplin og Buster Keaton gerðu óspart grín að þunglyndi og sjálfsmorðshugleiðingum til þess eins að skemmta áhorfendum sínum.

 

Walt Disney, teiknimyndagerðarmaðurinn frægi, var barn síns tíma og fylgdist vel með þessum skopmyndum samtímamanna sinna. Kvikmyndin Haunted Spooks frá árinu 1920 var í sérlegu uppáhaldi hjá honum. Í henni… [Lesa meira]

Hovedbanegården í byggingu, sirka 1910

Hér sést Hovedbanegården, aðallestarstöð Kaupmannahafnar, í byggingu, sirka 1910. Stöðin opnaði 1. desember… [Lesa meira]