Kettir eru kolómögulegir njósnarar — jafnvel hjá CIA

Á miðjum sjöunda áratugnum hafði bandaríska leyniþjónustan CIA mikinn áhuga á einkafundum þjóðhöfðingja nokkurs í Asíu. Leyniþjónustumönnum á svæðinu gafst ekki tækifæri til að koma fyrir hlerunarbúnaði á skrifstofu hans en í skýrslu eins þeirra kom fram að þeir einu sem gátu farið frjálsir ferða sinna um skristofukynni þjóðhöfðingjans voru flækingskettir sem hann hafði mikið dálæti á.

 

Einhver snillingurinn heima í höfuðstöðvunum… [Lesa meira]

„Viðbjóðslegt að ropa“ og „hræðilegt að stanga úr tönnum sér“: Íslensk mannasiðabók frá 1920

Árið 1920 kom út bókin Mannasiðir eftir Jón Jacobson landsbókavörð. Í henni eru útlistaðar fjölmargar reglur sem höfundur taldi nauðsynlegar fyrir allt siðað fólk. Sumt í þessari bók er ansi skemmtilegt (og gagnlegt!) og annað hlægilegt.

 

Að lita hár sitt er blátt áfram viðbjóðslegt. Grá hár sóma sér jafnvel sem hver annar litur og silfurhærur meira að… [Lesa meira]

Hvítabirnir sem eru ekki hvítabirnir

Hvítabirnir eru ekki einu birnirnir í dýraríkinu sem hafa hvítan feld. Ættingjar þeirra sem halda til í norðvesturhluta Kanada gera það einnig, undirtegund ameríska svartabjörnsins sem gengur undir nafninu Kermode-björn (Ursus americanus kermodei).

 

kermode

 

Kermode-birnir eru taldir til helgustu dýra meðal innfæddra í Bresku kólumbíu, vestasta fylki Kanada. Samkvæmt þjóðsögu um tilurð tegundarinnar… [Lesa meira]

Kafbátahernaður í fyrri heimsstyrjöldinni: Ótrúleg mannbjörg

Jackie Fisher, yfirmaður breska sjóhersins 1904-1910 og svo 1914-15, sagði eitt sinn að mikilvægustu lyklar að breska heimsveldinu, og efnahag gjörvalls heimsins í raun, væru siglingaleiðirnar fimm um Gíbraltar, Alexandríu og Súez-skurðinn, Singapúr, Góðrarvonarhöfða, og Doversund (þar sem styst er á milli Englands og Frakklands). Fisher hafði rétt fyrir sér. Allt frá lokum 19. aldarinnar hafði Bretland verið öflugasta herveldi… [Lesa meira]

Lemúrinn hjá Kjarnanum, 6. þáttur: Dultittlingur, syndsamlegasta máltíð heims

Lemúrinn fjallar um matháka sem fela sig undir munnþurrku til að forðast fordæmingu guðs. Ortolan eða dultittlingur er gjarnan talin syndsamlegasta máltíð heims en veiðar á þessum smáfugli hafa verið bannaðar víðast hvar.

 

Frakkar voru löngum stórtækir í áti á dultittlingum en eldun á honum er sérlega grimmileg. Fyrst þarf að handsama fuglinn lifandi. Eftir það er hann geymdur í myrku búri… [Lesa meira]

106 ára kona ver heimilið með AK-47

106 ára gömul kona ver heimili sitt með AK-47 hríðskotariffli í þorpinu Degh, í grennd við borgina Goris í suðurhluta Armeníu, árið 1990. Eftir hrun Sovétríkjanna brutust út hörð átök milli Armeníu og Aserbaídsjan um héraðið Nagorno-Karabakh. Það lá innan landamæra Aserbaídsjan en var heimahérað margra… [Lesa meira]