Breti hjólaði þvert yfir Ísland á fjórða áratugnum

Bretinn Horace Dall (1901-1986) bjó á hæsta hólnum í borginni Luton í útjaðri London. Þar var hann með litla stjörnuathugunarstöð og beindi myndavélarlinsu að himingeiminum og tók undraverðar ljósmyndir af fjarlægum hnöttum sólkerfisins.

 

En hann hafði ekki síður áhuga á plánetunni okkar og ferðaðist um allar heimsálfur með myndavélina. Árið 1933 hjólaði hann einn síns liðs um Ísland og tók þær… [Lesa meira]

Nína Sæmundsson í Los Angeles, 1934

Nína Sæmundsson og frumgerð styttunnar af Prómeþeifi í Los Angeles um 1934. Bronsverkið, lokagerð styttunnar, „Prometheus Bringing Fire to Earth“, stendur í MacArthur-garði í borg englanna. Nína var þekktasti myndlistarmaður Íslands á fjórða áratugnum og starfaði um árabil í Bandaríkjunum, til dæmis í Kaliforníu þar sem hún starfaði með ýmsum Hollywood-stjörnum. Hún lærði nýklassískan stíl á yngri árum í Frakklandi og Ítalíu, en… [Lesa meira]

Jón Trausti og brimgnýrinn á Melrakkasléttu

Árið 1910 tók þýskur fræðimaður merkilegar ljósmyndir á Melrakkasléttu. Rithöfundurinn Jón Trausti var í kjölfarið beðinn um að skrifa nokkur orð um myndirnar og æskustöðvar sínar við Rauðanúp, nyrst á sléttunni, þar sem ísköld úthafsaldan skellur á forna rauðleita eldstöð.

Jón Trausti var einn 500 Íslendinga sem létust úr spænsku veikinni 1918. Hann var aðeins 45 ára en hafði… [Lesa meira]

Tsjekhov 34 ára

Rússneska leikskáldið Anton Tsjekhov 34 ára gamall árið 1894. Hann lést tíu árum síðar. Lituð ljósmynd Alexanders, stóra bróður… [Lesa meira]

Pýramídarnir í Giza og stórborgin

Pýramídar gnæfa yfir Giza í Egyptalandi. Borgarsvæði Kaíró hefur vaxið hratt á síðustu áratugum eins og egypska þjóðin öll. Íbúar í landinu voru um 76 milljónir árið 2005 en eru um 102 milljónir í dag.

Ljósmynd: Paulo… [Lesa meira]

Kalínín-breiðgatan í Moskvu, 1977

Kalínín-breiðgata í Moskvu 1977 skartar rússnesku skammstöfun Sovétríkjanna, CCCP, Союз Советских Социалистических Республик eða Soyuz Sovetskikh Sotsialisticheskikh Respublik. Á hinni myndinni sjáum við götuna í nútímanum. Hún var endurnefnd Nýja Arbat-breiðgata eftir hrun Sovétríkjanna.

Mikhaíl Kalínín var einn af stofnendum Sovétríkjanna og þó að hann félli í skugga Leníns og Stalíns var hann að nafninu til forseti ríkisins frá 1919 til… [Lesa meira]

Hulme Crescents í Manchester, IRA og saga unglings frá Grafarvogi

„Hulme hálfmánarnir” voru vígðir 1972 í Manchester. Aðeins 12 árum síðar var húsaþyrpingin opinberlega yfirgefin. Fólk bjó þó í blokkunum fram til um 1991 og þar voru til dæmis haldin rave. Eftir hryðjuverk IRA sumarið 1996 var borgin enduruppbyggð og þá hurfu síðustu leifar hálfmánanna.

Ég gerði fyrirlestur um daginn um Hulme Crescents-blokkirnar í Manchester í námskeiði um félagslegt húsnæði í námi mínu í… [Lesa meira]