Andrei Tarkovsky tók Polaroid myndir til að „stöðva tímann“

Fyrir nokkrum árum fannst bunki af Polaroid myndum sem rússneski kvikmyndaleikstjórinn Andrei Tarkovsky (1932–1986) mun hafa tekið um 1979 til 1984.

 

„Árið 1977 birtist Tarkovsky með Polaroid vél í brúðkaupinu mínu í Moskvu. Hann hafði þá nýuppgötvað tækið og kætti okkur með brellum sínum með það. Hann og [Michelangelo] Antonioni voru vottar í brúðkaupinu. Venju samkvæmt þurftu þeir að velja tónlistina… [Lesa meira]

Salvador Dalí mætir í sjónvarpssal með mauraætu

Vídjó

Súrrealistinn Salvador Dalí mætir í skemmtiþátt bandaríska sjónvarpsmannsins Dick Cavett árið 1970, með mauraætu í ól. Vonum að dýrið hafi ekki þurft að þvælast mikið með katalónska málaranum. Dalí ræðir meðal annars um gullinsnið.

 

Þáttur Cavetts var einn helsti vettvangur menningar og skoðanaskipta í sjónvarpi vestanhafs á áttunda áratugnum. Lemúrinn hefur áður birt viðtöl… [Lesa meira]

Lemúrinn er kominn á Instagram!

Lemúrinn er kominn með síðu á Instagram og biður lesendur nær og fjær að fylgast með! Þar mun kenna ýmissa grasa, sei sei já!

 

Slóðin er … [Lesa meira]

18 ára Diego Maradona spilar á spil í hverfinu, 1978

Fótboltasnillingurinn Diego Armando Maradona spilar á spil við nágranna sína í La Paternal-hverfi í Buenos Aires árið 1978. Hann var 18 ára gamall og spilaði með liði Argentinos Juniors, sem eiga heimavöll í sama hverfi. Hann skoraði 26 mörk í 35 deildarleikjum með liðinu það ár.

 

Argentína var á þessum tíma undir herforingjastjórn og þúsundir voru handteknar án dóms og laga… [Lesa meira]

Þegar Adidas fékk heimsfrægu rendurnar frá Finnlandi

Adidas, merkið með rendurnar þrjár. „Die Weltmarke mit den 3 Streifen,“ eins og stendur undir íkónísku einkennismerki hins þýska íþróttarisa. En hvaðan komu þessar þrjár rendur? Flest höldum við að þær hafi einfaldlega komið frá Adi Dassler sjálfum, stofnanda fyrirtækisins. En svo er ekki. Á fyrstu árum Adidas einbeitti fyrirtækið sér að því að framleiða hlaupaskó og fótboltaskó. Um var… [Lesa meira]

„Siðprúði fjöldamorðinginn“ á plani Haföldunnar: Vann Charles Manson í síld á Seyðisfirði sumarið 1963?

Sögusagnir hafa lengi verið á sveimi um að Charles Manson hafi unnið í síld á Seyðisfirði sumarið 1963. Nú þegar safnaðarleiðtoginn og morðinginn dularfulli er horfinn til feðra sinna er ef til vill ekki úr vegi að rifja upp þær sögur. Bæjarbúar þeir sem mundu eftir Charlie á Austurlandi þetta sumar bera honum vel söguna, hann hafi verið siðprúður, kurteis… [Lesa meira]