Textavarpið er óneitanlega ein af helstu uppfinningum mannkynsins — en nú á dögum internetsins eru margir sem meta það ekki að verðleikum. Því er miður. Textavarpið er ekki einungis einstaklega nytsamlegt heldur getur það einnig verið listrænt.

 

Ríkisútvarp Finnlands, YLE, hefur, í samstarfi við innlenda og erlenda listamenn, efnt til fyrstu Alþjóðlegu textavarps-listahátíðarinnar. Verk tuttugu listamanna, sköpuð sérstaklega fyrir textavarp, eru nú til sýnis á síðum 525-545 á textavarpi YLE. Hægt er að skoða öll verkin hér (athugið að ytri örvarnar fletta á milli síða, en innri örvarnar fletta innan í síðum, þannig má sjá sjálf listaverkin) fram til 8. apríl. Hér eru nokkur dæmi um gífurlega listræna möguleika textavarpsins:

 

„Pi-pi-pil-pilleri“ eftir Janne Suni.

 

Hluti af verkinu „Wolfram“ eftir Jarkko Räsäsnen.

 

„Rick Perry said oops“ eftir BYM.

 

Hluti af „Dollariprinsessa“ eftir Kari Yli-Annala. Textinn er söngurinn ‘Bilbao’ eftir Bertold Brecht, þýddur á finnsku í Google Translate.

 

„Help“ eftir Ashley Anderson.

 

„Vanikan palat“ eftir dansarann og vídeólistamanninn Tuomo Kangasmaa. Innblástur verksins er sóttur í finnskt hrökkbrauð.

 

„Deadmedia XIII“ eftir Dan Needham.

 

Lesendum áhugsaömum um undraheima textavarpsins er og bent á að hægt er að flakka um hið glæsilega textavarp RÚV á slóðinni textavarp.is.