Landmælingar Íslands geyma á heimasíðu sinni stórt safn ljósmynda sem danskir landmælingamenn tóku við störf á Íslandi á fyrsta áratug tuttugustu aldarinnar.

 

Óhætt er að segja að hér sé mikill fjársjóður því ljósmyndirnar sýna allskyns sjónarhorn og staði sem hvergi eru annars staðar til á myndum frá þessum tíma. Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.

 

Á efstu myndinni sjáum við Barnaskólann, Fríkirkjuna og nærliggjandi umhverfi frá Tjörninni í Reykjavík. Þarna sést til að mynda Skólavarðan á Skólavörðuholti.

 

„Í safni Landmælinga Íslands er að finna nokkuð af myndum sem danskir landmælingamenn tóku í upphafi síðustu aldar, mest frá árunum 1900-1910. Myndirnar bárust í stórri gjöf frá dönsku landmælingastofnuninni til LMÍ vorið 1985. Ljósmyndirnar eru á glerplötum, og myndaspjöldum, flestar þrívíddarmyndir/steriomyndir. Um 70 myndir eru í tví- eða þrítökum svo að heildarfjöldi telst vera 555 myndir.“

 

Hér að neðan er aðeins brot af myndunum — skoðið allt safnið hérna á síðu Landmælinga.