Sumarið 1969 hefur löngum verið kennt við sumarið sem tónlistarhátíðin Woodstock setti allt á annan endann á austurströnd Bandaríkjanna. En í lok júlí sama ár hófst Menningarhátíð Harlem, Harlem Cultural Festival, í þessu fornfræga hverfi á norðanverðri Manhattan-eyju í New York.

 

Hátíðinni, sem stóð yfir í einn mánuð, var ætlað að þjappa þeldökkum íbúum New York-borgar saman. Árið 1968 hafði blökkumannaleiðtoginn Dr. Martin Luther King verið myrtur og þá áttu sér einnig stað óeirðir í Watts-hverfi Los Angeles en í því hverfi bjuggu að mestu blökkumenn. Því var brugðið á það ráð að sýna í verki, kraftinn og sköpunargleðina sem var einkennandi fyrir bæði Harlem-hverfið og þeldökkt samfélag Bandaríkjanna.

 

Hátíðin hefur stundum gengið undir nafninu „Þeldökka Woodstock-hátíðin“ eða Black Woodstock. Á hátíðinni komu enda fram margir af svölustu og bestu þeldökku tónlistarmönnum Bandaríkjanna. Þar á meðal voru Sly and the Family Stone (sem komu reyndar einnig fram á Woodstock), Stevie Wonder og hin goðsagnarkennda og ofursvala Nina Simone.

 

Nina Simone sló í gegn. Eins og venjulega.

Staple Singers áttu góða spretti.

 

Mikill fjöldi fólks safnaðist saman til að fylgjast með eitursvölum listamönnum.

Mikill fjöldi fólks safnaðist saman til að fylgjast með eitursvölum listamönnum.

 

Veggspjald sem auglýsti hátíðina.

Veggspjald sem auglýsti hátíðina.

 

Nina er einstakur listamaður eins og hér má sjá, þar sem hún spilar á Menningarhátíð Harlem.

 

Vídjó

 

„I Am Everyday People“, sungu Sly and the Family Stone og hvöttu fólk til að standa saman.

 

Vídjó

 

-via Voices of East Anglia.