Eyjaklasinn Socotra í Indlandshafi liggur í 350 kílómetra fjarlægð frá Arabíuskaganum og tilheyrir ríkinu Jemen. Eyjar þessar eru agnarsmáar en af eldgömlu bergi og tilheyrðu eitt sinn ofurálfunni Gondwanalandi en hafa lónað einar á Indlandshafi í langan tíma.

 

Hin langa útlegð eyjanna og sérstakar veðuraðstæður hafa framkallað eitt sérkennilegasta lífríki jarðar, og hefur þeim verið líkt við Galapagoseyjaklasann á Kyrrahafi. Socotra-eyjar eru á heimsminjaskrá UNESCO. Talið er að einn þriðji þeirra 800 plantna sem vaxa á eyjunum vaxi hvergi annars staðar. Enn fremur finnast tíu fuglategundir hvergi annars staðar en á Socotra-eyjum.

 

Þrátt fyrir að fimmtíu þúsund manns búi þétt á eyjunum voru vegir ekki lagðir um þær fyrr en fyrir fáeinum árum og eru þær því geysilega erfiðar yfirferðar. En hér sem annars staðar hafa menn áhyggjur af því að of mikil umferð fólks spilli fyrir náttúruundrunum.

 

Drekablóðstré (Dracaena cinnabari) vaxa hvergi nema á Socotra. Þau eru nefnd eftir rauðri kvoðunni.

 

Drekablóðstré.

 

Socotra-eyðimerkurrósin.

 

 

Myndir: Martin Sojka, Laufmaschine og Stefan Greens.