Víkingur sem sænski fræðimaðurinn Berit Wallenberg myndaði á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930. Lemúrinn hefur áður birt myndir Berit frá hátíðinni, en ljósmyndirnar sem við sjáum hér voru þá ekki komnar í leitirnar. Berit tók einnig myndir af hestaatinu furðulega sem fram fór á hátíðinni.

 

Hann hét Oddur Sigurgeirsson, maðurinn sem klæddi sig í víkingafötin, og var kallaður Oddur sterki. Hann var þjóðsagnakennd persóna, kynlegur kvistur, í Reykjavík á millistríðsárunum.

 

„Sjálfur var Oddur hrekklaus maður, nánast saklaus eins og barn og ekki var örgrannt um að vinir hans léku sér dálítið með hann. Nokkru fyrir Alþingishátíðina 1930 gáfu þeir honum búning sem átti að vera eftirlíking af búningi landnámsmanna ásamt tilheyrandi vopnabúnaði.

 

Oddi þótti mikið til koma og var tekin mynd af honum í búningnum ásamt Kristjáni konungi X. á Alþingishátíðinni. Síðan sýndi hann sig iðulega á götum Reykjavíkur í honum og bar þá tré-atgeir og skjöld, íklæddist rauðum kyrtli, var með rautt sítt herðaslá og hjálm, líklega úr blikki.“ – úr grein Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings í Lesbók Morgunblaðsins árið 1994.

 

Berit Wallenberg (1902–1995) var forn­leifa– og list­fræð­ingur. Hún átti far­sælan fræða­feril en er einnig minnst fyrir ljós­myndir sem tók hún á ferða­lögum sínum í Svíþjóð og erlendis.

 

Þessar myndir þykja nú hafa mikið varð­veislu­gildi og eru geymdar hjá Þjóð­minja­verði Svía (Riksantikvarieämbetet).

 

Þingvallakirkja.

 

Færeyingar.

 

Flugvél á Þingvallavatni.

 

Glæsilegur fornaldarkappi.