Lemúrinn fjallar um matháka sem fela sig undir munnþurrku til að forðast fordæmingu guðs. Ortolan eða dultittlingur er gjarnan talin syndsamlegasta máltíð heims en veiðar á þessum smáfugli hafa verið bannaðar víðast hvar.

 

Frakkar voru löngum stórtækir í áti á dultittlingum en eldun á honum er sérlega grimmileg. Fyrst þarf að handsama fuglinn lifandi. Eftir það er hann geymdur í myrku búri til þess að rugla hann. Í myrkrinu borðar hann stanslaust.  Þegar dultittlingurinn er orðinn hæfilega stór til neyslu fær hann heldur ljótan dauðdaga. Honum er drekkt í glasi af gómsætu brandýi.

 

Umsjónarmaður er Kristófer Eggertsson.