Marilyn Monroe var einstaklega hugguleg kona. Henni var margt til lista lagt og reyndi hún meira að segja fyrir sér í fótbolta, eða þeirri íþrótt sem Bandaríkjamenn kalla „soccer.“

Þann 12. maí 1957 lék ísraelska liðið Hapoel Tel-Aviv vináttuleik við stjörnulið bandarískra leikmanna. Leikurinn fór fram á hafnaboltavellinum Ebbets Field í New York, þar sem hafnaboltaliðið Brooklyn Dodgers lék alla jafna heimaleiki sína.

 

Fyrir leikinn var fyrirliði Hapoel, markvörðurinn Hodorov, spurður; hvern langar ykkur í liðinu að hitta framar öllum öðrum? Hodorov svaraði: „Sem íþróttamenn langar okkur mest til að hitta liðsmenn Brooklyn Dodgers, en sem karlmenn langar okkur mest að hitta Marilyn Monroe!“

 

Hodorov varð svo sannarlega að ósk sinni. Myndirnar tók Barney Stein, ljósmyndari Dodgers-liðsins frá 1937 til 1957.

 

 

Marilyn ásamt markverðinum Hodorov.