Það kennir ýmissa grasa á Þjóðminjasafni Íslands. Safnið geymir ekki bara fjörgamla fornmuni heldur líka ýmislegt úr samtímasögu Íslendinga. Hér eru ýmsar ljósmyndir og munir sem Gunnar Valur Jónsson fangavörður gaf Þjóðminjasafninu þegar hann lét af störfum eftir 35 ára feril.
Þetta eru merkilegar ljósmyndir sem sýna meðal annars jólahald um 1990 í Hegningarhúsinu. Við sjáum líka svipmyndir úr Síðumúlafangelsinu í Reykjavík sem var lagt niður og rifið árið 1996.
„Gripirnir númer Þjms. 2011-87 eru allir úr eigu Gunnars Vals Jónssonar og tengjast starfsferli hans en hann vann sem fangavörður í 35 ár. Hann hóf starfsferil sinn á Litla-Hrauni árið 1973. Fluttist svo til Reykjavíkur og starfaði í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg, í Síðumúlafangelsi og í Kvennafangelsinu. Hann vann svo aftur um stutt skeið á Litla-Hrauni en lauk starfsferli sínum svo í Hegningarhúsinu. Gunnar var einn af aðalstofnendum Fangavarðafélags Íslands þann 21. október 1973,“ stendur um þessa muni hjá Þjóðminjasafninu.
Jól í Hegningarhúsinu í kringum 1990
Síðumúlafangelsi