Lemúrinn fjallar um ýmsa skipbrotsmenn á eyðieyjum. Þar á meðal íslenskan Róbinson Krúsó og konu sem hafnaði á ískaldri eyju í Norðuríshafi vegna klúðurs Vilhjálms Stefánssonar.
Header: Útvarp Lemúr
Útvarp Lemúr geymir útvarpsþætti Lemúrsins hjá RÚV og hlaðvarpsþætti hjá Kjarnanum. Hér má finna alla þættina á einum stað, en þeir fjalla um nánast allt milli himins og jarðar!

Umsjónarmenn eru ritstjórn Lemúrsins. Fyrsta þáttaröðin, sem var dagskrá á Rás 1, fékk fimm stjörnur í umfjöllun DV. Sumarið 2014 var Leðurblakan á dagskrá á Rás 1, en hún var einnig á vegum Lemúrsins. Loks gerði Lemúrinn hlaðvarpsþætti fyrir Kjarnann 2015.
Vera Illugadóttir, einn af ritstjórum Lemúrsins, heldur svo úti þáttunum Í ljósi sögunnar á RÚV.

Hvað er í útvarpinu?
-
11. þáttur: Drepleiðinlegar kvikmyndir og Ísland í Hollywood
-
8. þáttur: Stokkhólmur, ástsjúki karlinn á Hvammstanga og uppáhalds popplag Hitlers
-
27. þáttur: Djöflabiblía, dulmálshandrit og sjöhundruð milljón dala kálfskinnsskruddan
-
5. þáttur: Perúskir frumskógartónar, sýrlenskur Íslandsvinur og klósettþjálfun katta
-
Leðurblakan, 13. þáttur: Eitraða konan