Vídjó

„2016“

 

Hasarkvikmyndaiðnaðurinn í vesturafríska ríkinu Gana virðist vera í miklum blóma, ef marka má þessi sýnishorn úr nýjum bíómyndum þar syðra. Þau eru öll frá framleiðslufyrirtækinu Ninja Movies, og hafa slegið í gegn á netinu á síðustu dögum. Lemúrinn veit því miður ekki meira um þessar spennandi kvikmyndir.

 

Kvikmyndaiðnaðurinn í Vestur-Afríku hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Í Nígeríu hefur til dæmis orðið algjör sprengja þar sem tugir nýrra kvikmynda koma út í hverjum mánuði á mynddiskum. Myndirnar rata nær aldrei í kvikmyndahús og því verður til sérstakur markaður þar sem mikill fjöldi mjög ódýrra og stundum heimagerðra mynda er í umferð sem seldar eru fyrir smáaura úti á götum. Svo virðist sem þetta trend sé að festa rætur í Gana ef marka má meðfylgjandi myndbönd.

 

Vídjó

„12:00“

Vídjó

„Devil May Cry“